Nýr valkostur í ferðum á milli Ísafjarðar og Reykjvíkur hófst nú í ágúst s.l., en ekið er allt árið á föstudögum og sunnudögum á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur með viðkomu á Hólmavík í samvinnu Fjórðungssambandsins og Strætó bs.
Ekið er frá Ísafirði kl 16.00 og úr Mjódd í Reykjavík kl 15.30 með samtengingu leiðar 57 og leiðar 59. Pantanir í ferðir milli Ísafjarðar og Hólmavíkur eru hjá Hópferðamiðstöð Vestfjarða í síma 8931058 en upplýsingar um verð og áætlun milli Hólmavíkur og Reykjavikur eru á þjónustuborði Strætó bs, í síma 540 2700. Upplýsingar er einnig hægt að nálgast hér
http://s.straeto.is/journeyplanner/showJourneyDetailsPage.do?rid=1416569738593&hss=0RBzU142483912
http://s.straeto.is/journeyplanner/showJourneyDetailsPage.do?rid=1416569837024&hss=vkS4R142484277
http://www.straeto.is/farthegathjonusta/isafjordur/