Vestfjarðastofa vill vekja athygli á vinnusmiðju um gerð samfélagsmiðlaefnis, myndbanda, frétta og hvers annars filmaðs efnis.
Vinnusmiðjan er í tveimur hlutum og fer fram á netinu
Þátttakendur hafa aðgang að stuðningshópi á Whatsapp í 30 daga eftir að námskeiði lýkur. Á þeim tíma er lögð áhersla á að þátttakendur búi til myndbönd og fái endurgjöf á þau.
Verð: 45.000,- á mann (hægt að sækja um stuðning verkalýðsfélaga)
Skráningar: gis@glimrandi.is
– Í fyrri hluta vinnusmiðjunnar er kennt á UPPTÖKUFORRITIÐ FilmicPro
Skoðað er hvernig auka má myndgæði með þar til gerðu appi, farið yfir grundvallaratriði í tökutækni, lýsingu, stöðugleika, hljóði og flokkun efnis.
– Í seinni hluta vinnusmiðjunnar sem fer fram viku síðar er kennt á KLIPPIFORRITIÐ KineMaster
Þetta er á klippiforrit sem hentar símanum. Sýnt hvernig tímalína er búin til, grundvallaratriði í klippingu kennd, hljóðvinna, grafík og textun.
Námskeiðið er haldið:
Mánudag 17.5. Kennsla á FilmicPro appið
Þriðjudagur 25.5. Klippikennsla á Kinemaster
UM KENNARANA:
Jane Mote leiðir námskeiðið. Hún hefur unnið m.a. fyrir BBC Worldwide, Discovery International, Turner Broadcast og STV. Undanfarin ár hefur hún snúið sér að því að þjálfa fólk í efnisframleiðslu ásamt því að vera ráðgjafi hjá The Whickers sjóðnum sem styrkir heimildamyndagerð og sitja í dómnefnd fyrir BAFTA verðlaunin.
Joshua Kershaw er kvikmyndagerðarmaður með mikla reynslu af störfum í tónlistargeiranum. Hann hefur gott auga fyrir skapandi nálgun í tökum og mikla reynslu af að klippa líka. Josh hefur gert YouTube myndbönd fyrir vörumerki á borð við Toyota, Pokemon, Showtime og LG sem hafa náð mikilli útbreiðslu.
Connor Whitfield er reynslumikill klippari. Hann hefur góðan skilning á öllum hliðum efnisgerðar hafandi unnið bæði við upptökur og klipp. Connor hefur sérstakan áhuga á “greenscreen”, 3D og sci-fi drama.
Gísli Þór Guðmundsson og Anna Hildur Hildibrandsdóttir halda utan um vinnusmiðjurnar. Þau hafa bæði fjölbreytta reynslu af fjölmiðla og menningarframleiðslustörfum.