Fara í efni

Vinnustofur um Vetrarferðaþjónustu

Fréttir

Í apríl mun Markaðsstofa Vestfjarða halda vinnustofur fyrir aðila hennar sem hafa áhuga á að þróa vetrarferðaþjónustu á Vestfjörðum. Þar verður unnið að mótun hentugra ferðapakka sem hægt er að selja til erlendra ferðaskrifstofa. Við munum greina helstu áskoranir, leita lausna og styrkja samstarf ferðaþjóna með það að markmiði að byggja upp spennandi ferðir sem hægt er að markaðssetja erlendis.

Leitast verður við að útbúa lista yfir þá sem bjóða upp á þjónustu á svæðinu yfir vetrarmánuðina sem hægt er að deila með þeim sem leita eftir vöru og þjónustu á Vestfjörðum að vetri. Óskað verður eftir að þátttakendur í vinnustofunum skrifi undir viljayfirlýsingu þess efnis að þeir vilji raunverulega veita þjónustu utan háannatíma.

Við viljum halda fundi á sem flestum svæðum, en fjöldi funda ræðst af þátttöku. Fundirnir verða haldnir í litlum hópum til að tryggja gott samstarf og vinnuframlag allra.

Skipulag vinnustofa eftir svæðum:

  • Fyrsta vika apríl – Norðursvæði Vestfjarða
  • Önnur vika apríl – Suðursvæði Vestfjarða
  • Eftir páska / síðasta vika apríl – Strandir

Skráning á vinnustofur er hér.

 

Við hvetjum alla áhugasama ferðaþjóna til að taka þátt og bendum á að hægt er að skrá sig í Markaðsstofu Vestfjarða með því að fylgja þessum hlekk . Athugið að aðilar MV eru sjálfkrafa hluti af Sóknarhópi Vestfjarða.