Fara í efni

Vöruþróun á Vestfjörðum ýtt úr vör

Fréttir

Verkefnið Vöruþróun á Vestfjörðum fer af stað á nýju ári á vegum Impru á Nýsköpunarmiðstöð. Verkefnið er ætlað starfandi fyrirtækjum á Vestfjörðum sem vilja vinna að nýsköpun, vexti eða umbótum í starfsemi sinni. Markmið verkefnisins er meðal annars að þróa þjónustu eða vöru á innanlandsmarkað eða til útflutnings, að veita faglegan og fjárhagslegan stuðning við þróun á þjónustu eða vöru og að koma samkeppnishæfri vöru eða þjónustu á markað innan 18 mánaða frá upphafi verkefnisins. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 12. janúar næstkomandi.

Nánar er hægt að kynna sér verkefnið á heimasíðu Impru; www.impra.is eða hafa samband við Örnu Láru Jónsdóttur eða Sigríði Kristjánsdóttur á skrifstofu Impru á Ísafirði í síma 450-4050.

Fréttin er afrituð af www.bb.is.