Fara í efni

Yfir 90 milljónir til norræns menningarstarfs

Fréttir

Fréttatilkynning frá Norræna menningarsjóðnum
Norræni menningarsjóðurinn hefur nýlokið fyrstu úthlutun árið 2010 og hafa 65 verkefni víðsvegar á Norðurlöndum fengið samtals yfir 4 milljónir danskar krónur.

Meðal verkefna sem hlotið hafa styrki má nefna:

Sabaar African Festival på Åland
Nordisk Ballet Konference, Linköping
Kristendommens historie på Grønland
Finland Nordiske mesterskaber for DJs, København
Verdensmusik Aida Nadeem Oslo og Stavanger

Listvinafélag Hallgrímskirkju og LungA á Seyðisfirði fengu úthlutað samtals 150.000 dönskum krónum í þessari fyrstu úthlutun ársins. Hægt er að  skoða lista yfir verkefnin 65 sem hafa fengið styrki á heimasíðu sjóðsins www.nordiskkulturfond.org.

Norræni menningarsjóðurinn styrkir menningarsamstarf á milli Norðurlandanna fimm auk sjálfstjórnarsvæðanna Grænlands, Færeyja og Álandseyja. Sjóðurinn er samstarfsvettvangur sem styrkir norrænt menningarsamstarf í víðum skilningi. Sjóðurinn úthlutar yfir 25 milljónum danskra króna árlega til menningarverkefna á Norðurlöndunum og til norrænna verkefna utan Norðurlandanna.

Þau verkefni, sem fá og hafa fengið styrki, spegla breidd menningarlífsins og spanna allt frá myndlist, leiklist, tónlist og dans til bókmennta og nýrra miðla. Menntun, rannsóknir og þverfagleg verkefni eru einnig styrkt af Sjóðnum. Innan menntunar- og rannsóknasviðsins er lögð áhersla á verkefni með tengsl við menningu og listir.

Árið 2010 leggur Sjóðurinn sérstaka áherslu á eftirfarandi fimm atriði:

- verkefni fyrir og með börnum og unglingum
- verkefni með áherslu á aukna þekkingu á mismunandi tungumálum Norðurlandanna og þýðingu tungumálsins við að varðveita menningu
- verkefni sem hvetja til þátttöku nýrra Norðurlandabúa í norrænu menningarsamstarfi
- verkefni sem unnin eru á fámennum svæðum á Norðurlöndum
- verkefni sem hvetja til samstarfs milli vestnorrænu landanna (Færeyja, Grænlands og Íslands) og hinna Norðurlandanna