Fara í efni

Ársfundur Vestfjarðastofu 2020

27.05.2020 15:30

Hafdís Gunnarsdóttir formaður setur fundinn og biðst velvirðingar á því að honum hafi seinkað um hálftíma vegna þings Fjórðungssambands Vestfirðinga. Formaður þakkar fundarmönnum fyrir jákvæðni varðandi nýtt fundarfyrirkomlag vegna ástandsins sem uppi er í þjóðfélaginu vegna Covid 19. Formaður bendir einnig á að ársfundur Vestfjarðastofu sé nú haldin í fyrsta skipti í sögu Vestfjarðastofu í fjarfundi.

Hafdísgerir tillögu að fundarstjóri verði Halldór Halldórsson forstjóri Kalkþörungafélagsins. Tillagan samþykkt samhljóma.

Halldór tekur við fundarstjórn og gerir að tillögu að þingritarar verði Agnes Arnardóttir og Lína Björg Tryggvadóttir starfsmenn Vestfjarðastofu. Tillagan samþykkt. 

Fundarstjóri bíður gesti og þingfulltrúa velkomna og fer yfir framkvæmd fundarins og fundarsköp ásamt dagskrá fundarins, sjá Ársfundarskjal 1. Hann leggur til að fundarmenn gefi eingöngu merki séu þeir mótfallnir uppbornum tillögum og sú aðferð samþykkt.

Gengið er til dagskrár.

  1. Ávarp formanns og erindi og umræður um málefni sem varðar verkefnasvið Vestfjarðastofu
    Ávarp formanns og umræður um málefni sem varðar verkefnasvið Vestfjarðarstofu er flutt á eftir erindi Karls Guðmundssonar forsöðumanns útflutnings og fjárfestinga Íslandsstofu vegna seinkunar fundar.
    Fundarstjóri bíður Karli Guðmundssyni að taka til máls. 
    Karl fjallaði um Vestfirskan útflutning, tækifæri og áskoranir sem í því felast. 
    Fundarstjóri þakkar Karli fyrir erindið og opnar fyrir spurningar og umræður.

    Þorgeir Pálsson sveitarstjóri Strandabyggðar biður um orðið. Þakkar fyrir innleggið. Hann fagnar auknu fjármagni til markaðsmála fyrir útflutning. Hlakkar til að fá svona fjármagn í grasrótarvinnu og nýsköpun sem nýtist vel til eflingar nýsköpunar.
  2. Skýrsla stjórnar
    Formaður stjórnar Hafdís Gunnarsdóttir kynnir skýrslu stjórnar Vestfjarðastofu. Í skýrslunni reifaði hún störf stjórnar á árinu 2019. Að öðru leiti  vísast í ársfundarskjal nr. 3. Einnig vitnar hún í ársskýrslu Vestfjarðarstofu sem finna má á www.vestfirdir.is undir ársskýrsla 2019.
    Fundarstjóri gefur orðið laust um skýrslu stjórnar. Enginn kveður sér hljóðs.
  3. Staðfesting ársreiknings
    Sigríður Ó Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri gerir grein fyrir ársreikningi Vestfjarðastofu, sjá ársfundarskjal nr. 4. Ýmsir fjármunir færast til næsta árs þar sem ekki tóks að vinna úr öllum þeim verkefnum sem til stóð.
    Fundarstjóri færir umræðu og samþykki ársreikning yfir í lið 4. með fjárhags- og starfsáætlun.
  4. Fjárhags- og starfsáætlun kynnt
    Sigríður Ó Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri gerir grein fyrir fjárhags- og starfsáætlun Vestfjarðastofu, sjá ársfundarskjal nr. 5.
    Fundarstjóri gefur orðið laust um ársreikning, fjárhags- og starfsáætlun.
    Fundarstjóri ber ársreikning upp til samþykkis. Samþykkt einróma.
    Fundarstjóri ber fjárhags- og starfsáætlun upp til samþykkis. Samþykkt einróma.
  5. Breytingar á samþykktum (ef við á)
    Fundarstjóri sameinar lið 5 og 6 þar sem engar breytingar voru á samþykktum og starfsreglum stjórnar fyrir árið 2019.
  6. Kosningar:
    Kjör stjórnar (á ekki við).
    Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis.
    Fundarstjóri leggur fram tillögu um Endurskoðun Vestfjarða. Fundarstjóri leggur til samþykkis. Samþykkt samhljóða.
    Kjör nefnda 
    Starfsháttarnefnd
    Formaður starfsháttanefndar Baldur Smári Einarsson tekur við og kynnir tillögur starfsháttanefndar að aðalstjórn og varastjórn
    Tillaga starfsháttanefndar vegna kjörsins er eftirfarandi:
    Aðalstjórn:
    Þorsteinn Másson, Arnarlax. 
    Kristján G. Jóakimsson, HG.
    Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Hótel Ísafirði
    Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Þörungaverksmiðunni.

    Varastjórn:
    Shiran Þórisson, Arctic Fish.
    Aðalbjörg Óskarsdóttir, Drangsnesi.
    Inga Hlín Valdimarsdóttir, Hnjóti
    Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Kaldrananesheppi.
    Tillaga um aðal og varastjórn borin upp til samþykktar. Samþykkt einróma.
  7. Ákvörðun um þóknun stjórnar og framkvæmdastjórnar
    Baldur Smári Einarsson formaður starfsháttanefndar upplýsir að nefndin hafi tekið ákvörðun um að þóknun stjórnar Vestfjarðastofu fylgi sama fyrirkomulagi og viðhaft hefur verið.
    Stjórnarformaður:        9% af gildandi þingfararkaupi í mánaðarlaun (105.315) og 2% (23.403) af þingfararkaup fyrir aðra fundi en stjórnarfundi.
    Aðrir stjórnarmenn:      4,5%  (52.658) fyrir stjórnarfundi
    Formenn nefnda/ráða:  4,5% (52.658) fyrir fund
    Fulltrúar nefnda/ráða: 3% (35.105) fyrir fund
    Þingfararkaup eru kr. 1.170.169
    Fundarstjóri gefur orðið laust. Engin kveður sér hljóðs.
    Fundarstjóri ber tillögu upp til samþykkis. Samþykkt einróma.
  8. Önnur mál.
    Fundarstjóri gefur orðið laust. Sæmundur Ámundason framkvæmdastjóri Melrakkaseturs biður um orðið. Hann bendir á að hann hafi setið fundi menningaráðs og spyr hvernig Vestfjarðastofa sjá fyrir sér að vinna varðandi Vestfjarðarleiðina klárast fyrr en áætlað er.

    Ósk kom um aðilild að Vestfjarðarstofu frá Óttari Guðjónssyni fyrir hönd fyrirtækisins hans Vallargata ehf. Aðildaróskin verður borin upp undir tilheyrandi lið síðar á fundinum.

    Díana Jóhannsdóttir Vestfjarðastofu svarar Sæmundi Ásmundssyni. Verið er að kynna Vestfjarðaleiðina fyrir hlutaðeigandi aðilum varðandi erlenda markaðinn í samvinnu með Íslandsstofu. Vestfjarðaleiðin verður einnig kjarni í innlendri markaðssókn fyrir sumarið. Hún bendir einnig á fundi sem haldnir verða um málið síðar.

    Guðrún Anna Finnbogadóttir Vestfjarðastofu minnir á verkefnið Hafsjór af hugmyndum og hvetur fundarmenn til að kynna sér verkefnið og koma því á framfæri á sínu svæði.

    Hafdís Gunnardóttir tekur til máls og ber upp beiðni Óttars Guðjónssonar fyrir hönd Vallargötu ehf. um aðild að Vestfjarðarstofu. Tveir þriðju fulltrúaráðs þarf að samþykkja aðildina til að hún teljist gild. Beiðnin um aðild er samþykkt og Vallargötu ehf. óskað til hamingju með aðildina.

    Fundarstjóri þakkar fyrir fundinn og felur formanni stjórnar Vestfjarðastofu að taka við og ljúka fundi.

    Formaður Vestfjarðastofu þakkar fyrir fundarstjórn og fundargestum fyrir komuna og starfsmönnum Vestfjarðastofu fyrir þeirra aðild að fundinum. Fundarstjóri þakkar einnig fráfarandi stjórnarmanni, Víking Gunnarssyni fyrir vel unnin störf og bíður nýjan stjórnarmann, Þorstein Másson velkomin til starfa.

    Fundarstjóri lokar dagsskrá.
    Formaður Hafdís Gunnarsdóttir slítur fundi kl. 16:46.

 

 

 

 

 

 

Ársfundarskjal nr. 1 Dagskrá Ársfundar

 

Dagskrá:

 

  1. Ávarp formanns og erindi og umræður um málefni sem varða verkefnasvið Vestfjarðastofu.

Hafdís Gunnarsdóttir formaður Vestfjarðastofu

Karl Guðmundsson forstöðumaður útflutnings og fjárfestinga Íslandsstofu.

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Staðfesting ársreiknings
  3. Fjárhags- og starfsáætlun kynnt
  4. Breytingar á samþykktum (ef við á)
  5. Staðfesting á starfsreglum stjórnar og nefnda Vestfjarðastofu (ef við á)
  6. Kosningar:

Kjör stjórnar

Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis

Kjör nefnda

 

  1. Ákvörðun um þóknun stjórnar og framkvæmdastjórnar
  2. Önnur mál.