10.05.2019 13:00
Ársfundur Vestfjarðastofu 10. maí 2019 á Þingeyri
Hafdís Gunnarsdóttir formaður setur fundinn og gerir tillögu að fundarstjóri verði Kristján Kristjánsson frá Ísafirði og varaforseti verði Nanný Arna Guðmundsdóttir frá Ísafirði.
Kristján Kristjánsson tekur við fundarstjórn og bíður gesti og þingfulltrúa velkomna og fer stuttlega yfir dagskrá þingsins. Sjá Ársfundarskjal 1.
Fundarstjóri gerir þá tillögu að þingritarar yrðu Magnea Garðarsdóttir og Agnes Arnardóttir starfsmenn Vestfjarðastofu.
Gengið er til dagskrár
- Erindi og umræður um málefni sem varðar verkefnasvið Vestfjarðastofu
Fundarstjóri segir frá því að engin mál verða tekin upp undir þessum lið, en að loknum ársfundi verður kynning á Sviðsmyndum Vestfjarða árið 2035. - Skýrsla stjórnar
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri kynnir skýrslu stjórnar Vestfjarðastofu. Í skýrslunni reifaði hún störf stjórnar á árinu, sem hefur verið með eindæmum starfsöm og kröftug.
Haldnir voru tíu stjórnarfundir á árinu 2018 og tók ný stjórn við í lok ársins.
Upplýsingamiðlun hefur verið öflug, alls voru settar inn 54 fréttir á vefsíðu Vestfjarðarstofu. Nýr vefur var í smíðum og stefnt var að því að opna hann í upphafi árs 2019. Við sameiningu Atvinnuþróunarfélags Vestfirðinga og skrifstofu Fjórðungssambands Vestfirðinga héldu allir starfsmenn áfram störfum. Í september komu þrír starfsmenn til starfa með starfstöðvar á Þingeyri og Patreksfirði. Við lok árs 2018 voru starfsmenn 12 í 12 stöðugildum. Allir starfsmenn sinna verkefnum á öllu starfssvæði Vestfjarðarstofu.
Á Haustþinginu var samþykkt að Vestfjarðarstofa annaðist rekstur skrifstofu Fjórðungssambands Vestfirðinga samkvæmt tillögu að verklagi sem lögð var fram á þinginu. Þetta var gert til að skýra nokkra þætti sem hafði ekki verið lokið í samrunaáætlun sem áður hafði verið samþykkt. Fór formaður stjórnar yfir hlutverk Vestfjarðarstofu og Fjórðungssamband Vestfirðinga eftir stofnun Vestfjarðarstofu.
Verkefni Vestfjarðarstofu eru mörg og fjölbreytt sem spannar vítt svið og tengist flestum þeim málaflokkum sem skipta Vestfirðinga máli. Vestfjarðarstofa hefur tekið á móti mörgum gestum, átt gott samstarf við Landshlutasamtaka sveitarfélaga og Sambands Íslenskra sveitarfélaga sem fólst meðal annars í að aðstoða við undirbúning námskeið fyrir nýja sveitarstjórmarmenn sem haldið var á Ísafirð og sótt fundi og ráðstefnur á vegum samtakana.
Starfsmenn Vestfjarðarstofu sátu um 7 fundi með ráðuneytum og nefndum Alþingis ásamt því að senda inn um 12 umsagnir um frumvörp og þingsályktanir. Allþjóðleg samskipi voru nokkur og samstarf við önnur sveitarfélög. Starfsmenn Vestfjarðarstofu héldu nokkra súpufundi víða á Vestfjörðum til að kynna Vestfjarðarstofa fyrir nýjum sveitarstjórnarmönnum. Vestfjarðarstofu hefur verið falin mörg verkefni og má þar meðal annars nefna umsjón með framkvæmd og áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vestfjarða.
Atvinnuþróun og stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki er stór þáttur í verkefnum og störfum Vestfjarðarstofu í formi aðstoðar, upplýsingagjafar og ýmisskonar leiðbeininga.
Byggðaþróun er annar stór þáttur í störfum og verkefnum Vestfjarðarstofu og má þar t.d. nefna umhverfisvottun, skipulag haf- og strandsvæða, verkefni í samstarfi við Byggðastofnunar undir hatti brothættra byggðir bæði í Árneshreppi og á Þingeyri, orkutengd verkefni, sviðsmyndagerð, íbúakönnun, greinargerð og stöðumat fyrir Strandabyggð, verslun á landsbyggðinni, samstarfsverkefni sveitarfélaga og atvinnulífs á sviði almannatengsla og menningarmál.
Markaðsstofa Vestfjarða er einnig hluti af verkefnum Vestfjarðarstofu þar sem unnið er að margvíslegum og fjölbreyttum verkefnum m.a. móttaka og kynning um svæðið, sýningar og vinnustofur, Áfangastaðaáætlun og áfangastaðastofa, samstarf markaðsstofa og annað samstarf á landsvísu, verkefni styrkt af ferðamálastofu, samstarf við fyrirtæki á svæðinu, Visit Westfjords, heimasíða og samfélagsmiðlar ásamt Hringveg 2. Að lokum má geta þess að starfsfólk sótti þó nokkrar ráðstefnur, námskeið og fundi á árinu. Sjá Árskýrslu á vef Vestfjarðarstofu.
Fundarstjóri gefur orðið laust um skýrslu stjórnar. Enginn kveður sér hljóðs.
Fundarstjóri setur upp skýrslu FV og Vestfjarðarstofu til samþykkis. Samþykkt einróma. - Staðfesting ársreiknings
Sigríður Ó Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri gerir grein fyrir ársreikningi Vestfjarðastofu, sjá Ársfundarskjal nr. 2.
Fundarstjóri færir umræðu og samþykki ársreikning yfir í lið 4. með fjárhags og starfsáætlun. - Fjárhags- og starfsáætlun kynnt
Sigríður Ó Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri gerir grein fyrir Fjárhags- og starfsáætlun Vestfjarðastofu, sjá Ársfundarskjal nr. 3.
Fundarstjóri gefur orðið laust um ársreikning, fjárhags- og starfsáætlun.
Smári setur upp spurningu um þróunarverkefni á fiskeldi. Sigríður gerir nánari grein fyrir því.
Sigurður spyr um atkvæðisrétt. Fundarstjóri gerir grein fyrir því.
Fundarstjóri setur ársreikning, fjárhags- og starfsáætlun upp til samþykkis. Samþykkt einróma - Breytingar á samþykktum (ef við á)
Fundarstjóri sameinar lið 5 og 6. - Staðfesting á starfsreglum stjórnar og nefnda Vestfjarðastofu (ef við á)
Sigríður setur fram og kynnir.
"Með vísan til tilmæla í samþykktri tillögu Fjórðungsþings Vestfirðinga beinir aðalfundur Vestfjarðastofu því til starfsháttanefndar að hún vinni samhliða milliþinganefnd að endurskoðun samþykkta Vestfjarðastofu og endurskoði jafnframt starfsreglur stjórnar."
Fundarstjóri gefur orðið laust.
Fundarstjóri leggur til samþykkis – samþykkt samhljóða. - Kosningar:
Kjör stjórnar:
Baldur Smári formaður starfsháttarnefndar
Á fundi starfsháttarnefndar Vestfjarðastofu 7. maí 2019 var samþykkt eftirfarandi tillaga vegna stjórnarkjörs sem verður á ársfundi Vestfjarðastofu föstudaginn 10. maí. nk.
Aðalmenn í stjórn:
Víkingur Gunnarsson, Arnarlax á Bíldudal
Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Hótel Ísafjörður
Kristján Jóakimsson, HG Ísafirði
Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Þörungaverksmiðjan á Reykhólum
Varamenn í stjórn:
Aðalbjörg Óskarsdóttir, Drangsnesi
Inga Hlín Valdimarsdóttir, Hnjóti
Marta Guðrún. Jóhannesdóttir, Kaldrananeshreppur
Shiran Þórisson, Arctic Fish, Ísafirði
Fundarstjóri ber upp tillögu til samþykkis. Samþykkt einróma
Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis:
Endurskoðun Vestfjarða og Guðmundur Kjartansson
Kjör nefnda:
Engar nefndir, kosin 2018 - Ákvörðun um þóknun stjórnar og framkvæmdastjórnar
Baldur Smári formaður starfsháttarnefndar segir frá að starfsháttarnefnd leggur til að stjórnarlaun verði óbreytt.
Fundarstjóri gefur orðið laust
Fundarstjóri ber tillögu upp til samþykkis. Samþykkt einróma. - Önnur mál
Friðbjörg Matthíasdóttur tók til máls. Hún benti á að það yrði að passa uppá að hafa ekki aðalfund sama dag og Háskólasetur Vestfjarða. Enn fremur ræddi hún um fundinn og nefndi að henni þætti spennandi að koma upp til að viðra hugmyndir og spjalla, gaman að hitta og sjá alla.
Ingibjörg Benediktsdóttir tekur til máls. Þakkar fyrir daginn. Lagði til að fundadagar yrðu ekki framvegis á föstudegi. Ekki tóki fleiri til máls.
Fundarstjóri lokar dagsskrá.
Ársfundi slitið
Formaður Hafdís Gunnarsdóttir slítur fundi 15:45