Fara í efni

Fundargerð 10. fundar stjórnar Vestfjarðastofu

12.11.2018 00:00

Fundargerð 10. fundar stjórnarfundar Vestfjarðastofu haldinn á skrifstofu Vestfjarðastofu, Árnagötu 2-4, Ísafirði 12. nóvember kl 14.00.  Mætt voru á skrifstofu Kristján Jón Guðmundsson, Kristján G Jóakimsson og Sigurður Hreinsson. Í fjarfundi voru Hafdís Gunnarsdóttir, Iða Marsibil Jónsdóttir, Víkingur Gunnarsson, Ágústa Ýr Sveinsdóttir og Hólmfríður Vala Svavarsdóttir.

Boðuð dagskrá fundarins er sem hér segir;

  1. Verkaskipting stjórnar
  2. Umsagnir um frumvörp og mál frá Alþingi.
    Fjárlög 2019
    Veiðigjald
    Samgönguáætlun 2019-2023
    Samgönguáætlun 2019-2033
    Svæðisbundin flutningsjöfnun
  3. Sóknaráætlun & uppbyggingarsjóður
  4. Forgangsröðun verkefna 2019 – áherslur stjórnar
  5. Sorporka
  6. Önnur mál 

Hafdís Gunnarsdóttir sem formaður FV setti fundinn og fól framkvæmdastjóra að leiða efnisatriði fundarins.

  1. Verkaskipting stjórnar
    Í framhaldi af 3. Haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur ný stjórn FV verið kjörin og nýir stjórnarmenn Vestfjarðastofu, til viðbótar við kosningu af ársfundi eru; Hafdís Gunnarsdóttir, sem jafnframt er formaður FV, Sigurður Hreinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Iða Marsibil Jónsdóttir og Kristján Jón Guðmundsson.

    Rætt um tillögu að formanni og varaformanni stjórnar. Hafdís Gunnarsdóttir kynnti að hún hefði áhuga á formennsku stjórnar Vestfjarðastofu. Ekki komu fram fleiri tillögur og því borin upp tillaga um Hafdísi Gunnarsdóttur sem formann, tillagan samþykkt.

    Leitað var tillagna um varaformann, fram kom tillaga um Víking Gunnarsson, tillagan samþykkt.  

  2. Umsagnir um frumvörp
    Lagðar fram til kynningar umsagnir við eftirfarandi mál frá Alþingi;
    - Frumvarp til fjárlaga 2019, mál 1.
    - Frumvarp um veiðigjald, mál 144. Umsögn unnin í samstarfi við SSNV og SSV.  
    Fram kom athugasemd, er varðar tilvitnun um samanburð á eldsneytisnotkun smábáta og stærri fiskiskipa á hvert veitt kíló. Er eldsneytissparnaður sagður í hag smábáta og vitnað til rannsókna frá tíuunda áratug tuttugustu aldar, en um leið sagt að hröð þróun sé í gangi er varðar eldsneytissparnað stærri skipa.  Athugasemdin varðar, að við skrif umsagnar hefði átt að leita fleiri heimilda og nýrri rannsókna á þessu sviði.
    - Frumvarp um Veiðigjald, mál 144. Umsögn FV, sem byggir á ályktun 3. Haustþings FV
    - Þingsályktun um Samgönguáætlun 2019-2023, mál 172
    - Þingsályktun um Samgönguáætlun 2019-2033, mál 173
    - Þingsályktun um náttúrustofu, mál 29
    - Frumvarp um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun, mál 158
  3. Sóknaráætlun & uppbyggingarsjóður 

Tillaga lögð fram um skiptingu fjármagns Sóknaráætlunar Vestfjarða fyrir árið 2019.

Sóknaráætlun 2019

A. Grunnframlög til sóknaráætlunar árið 2019

Upphæð

 

Framlag ráðuneyta

     107.666.571    

 

Framlag sveitarfélaga

          7.910.000    

 

 

 

 

Samtals

     115.576.571    

 
     
     

B. Ráðstöfun grunnframlags árið 2019

Upphæð

Hlutfall

Uppbyggingasjóður

        63.000.000    

55%

Áhersluverkefni

        44.576.571    

39%

umsýsla samnings

          8.000.000    

7%

Samtals

     115.576.571    

100%

 

Tillaga um skiptingu Uppbyggingarsjóðs 2019 (63 millj.) í potta, þar frá dregst ofúthlutun frá árinu 2018 kr 1.000.000,-, samtals til úthlutunar kr 62.000.000,-:

1) Stærri verkefni (styrkir yfir eina og hálfa milljón, óskipt milli nýsköpunar- og atvinnuþróunarverkefna og menningarverkefna) – úthlutun 25 mkr, lækkun vegna ofúthlutunar kr 500.000,- Alls til úthlutunar 24.500.000,-.

2) Minni verkefni (styrkir allt að ein og hálf milljón, óskipt milli nýsköpunar - og atvinnuþróunarverkefna og menningarverkefna) – úthlutun 19 mkr, þegar hefur verið ráðstafað kr 1.200.000,- í langtímaverkefni sem ná til ársins 2019 og lækkun vegna ofúthlutunar kr 300.000,-, alls til úthlutunar kr 17.500.000,-.

3) Stofn - og rekstrarstyrkir til menningarstofnana – 19 mkr þar af hefur þegar verið ráðstafað kr 7.700.000,- í langtímaverkefni sem ná til ársins 2019 og lækkun vegna ofúthlutunar kr 200.000,- alls til úthlutunar kr 11.100.000,-.

Sviðsstjóra falið að kynna tillöguna fyrir úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða

4. Forgangsröðun verkefna 2019 – áherslur stjórnar
Framkvæmdastjóri kynnti lista yfir verkefni fyrir árið 2019 og óskaði umræðu stjórnar um efni þeirra og forgangsröðun.

Lið frestað til næsta fundar. 

5. Sorporka
Framkvæmdastjóri kynnti samantekt á verkefni er lýtur að brennslu sorps af öllu landinu með staðsetningu á Vestfjörðum. Erindið er unnið að frumkvæði sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum í samstarfi við einkaaðila. 

Yrði sorpi safnað af landinu með sérhæfðum skipum. Um yrði að ræða hátæknistöð sem brenndi sorp á umhverfisvænan hátt og nýta mætti hitaorku til raforkuframleiðslu og kyndingar. Verulegur fjöldi starfa myndi skapast við uppbyggingu og síðan rekstur stöðvarinnar. Rætt um efni máls en samþykkt að fresta nánari umræðu til næsta fundar.

6. Önnur mál 
Sviðsstjóri kynnti að Sigurður Hreinsson færi á vegum FV auk þriggja annarra landshlutasamtaka og fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga, á fund sveitarstjórnarvettvangs EFTA og EES, í Brussel þann 5. og 6. desember n.k.

Framkvæmdastjóri kynnti að Vestfjarðastofu hefði verið tilkynnt fyrr í dag, niðurstaða valnefndar um samkeppnisframlög úr verkefni C1 innan Byggðaáætlunar 2017-2023.  Vestfjarðastofa sótti um fjögur verkefni, samþykkt var verkefni er ber heitið  Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar á Vestfjörðum, nemur styrkfjárhæð 15 mkr. 

Ákvörðun um dagsetningu stjórnarfundar. Samþykkt að fundur verði boðaður þann 18. desember n.k. á Ísafirði og hæfist kl 14.00.  Á dagskrá fundarins verði m.a. ákvörðun um áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vestfjarða fyrir árið 2019

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 15.25.