Fundargerð 11. stjórnarfundar Vestfjarðastofu haldinn á skrifstofu Vestfjarðastofu, Árnagötu 2-4, Ísafirði 18. desember 2018, kl 13.00.
Mætt voru á skrifstofu: Kristján Jón Guðmundsson, Kristján G Jóakimsson, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir og Sigurður Hreinsson.
Í fjarfundi voru: Hafdís Gunnarsdóttir, formaður, Iða Marsibil Jónsdóttir, Víkingur Gunnarsson og Ágústa Ýr Sveinsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri og Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri.
Boðuð dagskrá fundarins er sem hér segir;
- Fundargerð 10. stjórnarfundar.
- Sorporkustöð
- Persónuverndarstefna Vestfjarðastofu
- Drög að starfsáætlun 2019
- Almannatengslaverkefni – staða mála
- Átakshópur um húsnæðismál – erindi lagt fram til kynningar
- Staðfesta tilnefningu í nefnd um Hrafnseyri
- Minnisblað vegna EFTA fundar
- Minjaráð – tilnefning & staða minjavarðar
- Framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
- Almenningssamgöngur
- Styrkur í C1 verkefni & næstu umsóknir í C1
Hafdís Gunnarsdóttir formaður setti fundinn og kynnti að Ingibjörgu Benediktsdóttur myndi seinka en fól framkvæmdastjóra síðan að leiða efnisatriði fundarins.
- Fundargerð 10. stjórnarfundar.
Fundargerð 10. stjórnarfundar haldinn 12. nóvember 2018 lögð fram og borinn upp til staðfestingar. Fundargerð samþykkt. - Sorporka.
Lína Björg Tryggvadóttir, verkefnastjóri mætti til fundar í fjarfundi.
Málið tekið upp að nýju frá 10. stjórnarfundi 12. nóvember s.l.. Lína kynnti efni minnisblaðs um verkefnið sem vísað var til Vestfjarðastofu frá sveitarfélögum á norðanverðum Vestfjörðum. Um er að ræða hugmynd um söfnun sorps af öllu landinu til brennslu í sorporkustöð á norðanverðum Vestfjörðum og kanna samstarf með öðrum sveitarfélögum. Yrði verkefnið fyrst um sinn leitt að hálfu Vestfjarðastofu.
Í niðurstöðu minnisblaðsins er kemur fram að um að ræða förgun úrgangs sem ekki nýtist til endurvinnslu m.a. plastúrgangur. Það er mat verkefnastjóra og áliti sérfræðings á þessu sviði, að kalla verði fyrst eftir aðkomu ríkisins til mótun stefnu um meðhöndlun slíks úrgangs t.d. að fara í uppbyggingu sameiginlegrar brennslustöðvar. Því sé ekki ráðlegt að einstaka sveitarfélög væru á þessu stigi að taka ákvarðanir fyrir allt landið. Eins er spurning hvort að uppsetning Sorpbrennslustöðvar á Vestfjörðum falli að þeirri stefnu sem sveitarfélögin hafa farið í með Umhverfisvottunarverkefni sínu.
Formaður gerði tillögu. Stjórn Vestfjarðastofu hafnar að sinni, aðkomu að verkefni um sorporkustöð á Vestfjörðum, en felur verkefnastjóra að vekja athygli stjórnvalda á þessu máli. Mögulegt verður að taka málið upp að nýju þegar nýjar upplýsingar liggja fyrir.
Tillagan samþykkt. - Persónuverndarstefna Vestfjarðastofu.
Lína Björg, kynnti drög að persónuverndarstefnu Vestfjarðastofu. Framkvæmdastjóri óskaði heimildar stjórnar að vinna áfram að mótun stefnunnar og leggja fyrir stjórn að nýju. Rætt um efni máls og tillaga framkvæmdastjóra samþykkt.
Lína Björg vék af fundi kl 13.25 - Drög að starfsáætlun 2019
Framkvæmdastjóri lagði fram drög að starfsáætlun Vestfjarðastofu fyrir árið 2019. Áætlunin skiptist í fjárhagsáætlun og áætlun um skiptingu vinnutíma starfsmanna á verkefnaflokka. Áætlunin verður nýtt samhliða sem stjórntæki fyrir framkvæmdastjóra og stjórn, og í starfsáætlunum sem skilað er til fjármögnunaraðila Vestfjarðastofu s.s. Byggðastofnun.
Framkvæmdastjóri fór yfir efnisatriði verkefna og fjármögnun þeirra. Rætt um efni áætlunarinnar og upplegg framkvæmdastjóra samþykkt. Að auki samþykkir stjórn heimild til framkvæmdastjóra að skila starfsáætlun til Byggðastofnunar á grundvelli starfsáætlunar Vestfjarðastofu.
Ingibjörg Benediktsdóttir mætti til fundar. - Almannatengslaverkefni – staða mála
Framkvæmdastjóri fór yfir framvindu verkefnis og næstu skref m.a. kynningu á niðurstöðum. - Átakshópur um húsnæðismál – erindi lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar afrit bréfs til sveitarfélaga á Íslandi dags. 6. desember 2018, frá átakshópi forsætisráðherra um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. - Staðfesta tilnefningu í nefnd um Hrafnseyri
Lagt fram bréf forsætisráðuneytis dags 6. desember s.l., um tilnefningu Skúla Gautasonar, menningarfulltrúa í nefnd um framtíðarstarfsemi á Hrafnseyri s.m.b. bréf forsætisráðuneytis frá 17. október s.l. með beiðni til FV um tilnefningu í nefndina. - Minnisblað vegna EFTA fundar
Lagt fram til kynningar minnisblað frá 18. fundi Sveitastjórnarvettvangs EFTA sem haldinn var í Brussel þann 6. og 7. desember s.l.. Sigurður Hreinsson sótti fundinn f.h. FV og kynnti efni fundarins og svaraði fyrirspurnum um efni hans. Sviðsstjóra falið að kynna minnisblaðið fyrir sveitarfélögum á Vestfjörðum. - Minjaráð – tilnefning & staða minjavarðar
Lagt fram bréf Minjastofnun Íslands, frá 29. nóvember 2018 þar sem óskað er tilnefningar að hálfu Fjórðungssambands Vestfirðinga um einn fulltrúa og annan til vara í Minjaráð Vestfjarða 2019-2022. Ekki er greitt fyrir setu í Minjaráði en Minjastofnun mun greiða útlagðan kostnað. Stjórn samþykkir að fresta tilnefningu fulltrúa í Minjaráð Vestfjarða þar til starf minjavarðar Vestfjarða verði auglýst að nýju. - Framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélag frá 14. nóvember 2018, þar sem kynnt er drög að greiðslu- og rekstaráætlun fyrir árið 2019, byggt á frumvarpi til fjárlaga 2019. Fram kemur að framlög til landshlutasamtök sveitarfélaga munu á árinu nema kr 274.000.000,- eða kr 34.250.000,- á hver samtök þ.m.t. Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Almenningssamgöngur
Lagður fram samningur Fjórðungssambands Vestfirðinga og Vegagerðar um framlengingu samnings dags 30. júlí 2012 um almenningssamgöngur á Vestfjörðum á grundvelli heimildar í 3. mgr 35. gr laga nr 28/2017 um farþegaflutninga og farmflutninga á landi. Samningum fylgir viðauki um skilyrði einkaréttar FV um að skipuleggja og sjá um reglubundna farþegaflutninga á Vestfjörðum. Stjórn Fjórðungssambandsins samþykkir samninginn og felur sviðsstjóra að staðfesta hann fyrir hönd Fjórðungssambandsins. - Styrkur í C1 verkefni & næstu umsóknir í C1
Framkvæmdastjóri kynnti stöðu C1 verkefnis Vestfjarðastofu sem samþykkt var í nóvember s.l., undirbúningur er hafinn en framkvæmd frestast fram yfir áramót. Auglýst verður aftur eftir umsóknum í C1 verkefnasjóð Byggðaáætlunar í janúar n.k. og óskaði framkvæmdastjóri eftir hugmyndum stjórnar að verkefnaumsóknum. Auk þess kynnti framkvæmdastjóri hugmynd að verkefni um mótun framtíðarsýnar fyrir fiskeldi á Vestfjörðum.
Stjórn samþykkir að hugmynd framkvæmdarstjóra verði unnin áfram auk þess sem kallað verði eftir fleiri hugmyndum. - Önnur mál.
Umræðu um áhersluverkefni sem boðuð var á síðasta fundi verður frestað til næsta fundar.
Dagssetning næsta stjórnarfundar verði mánudaginn 28. janúar 2019.
Framkvæmdastjóri kynnti framkvæmd jóla og ármótagjafa til starfsmanna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 14.45.
Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri.