Fundargerð 12. stjórnarfundar Vestfjarðastofu haldinn á skrifstofu Vestfjarðastofu, Árnagötu 2-4, Ísafirði 7. janúar kl 9.00.
Mætt voru á skrifstofu: Kristján Jón Guðmundsson, Kristján G Jóakimsson, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir og Sigurður Hreinsson.
Í fjarfundi voru: Hafdís Gunnarsdóttir, formaður, Iða Marsibil Jónsdóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir, Víkingur Gunnarsson og Ágústa Ýr Sveinsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri og Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.
Boðuð dagskrá fundarins er sem hér segir;
- Fundargerð 11. stjórnarfundar haldinn 18.desember .2018
- Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um fiskeldi – umsögn
- Drög að frumvarp um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó
- Húsnæðismál í Vestrahúsi – minnisblað
- Önnur mál
Hafdís Gunnarsdóttir formaður setti fundinn. Fundurinn væri aukafundur sem haldinn væri vegna fiskeldismála en auk þess yrðu húsnæðismál starfsstöðvar Vestfjarðastofu á Ísafirði til umræðu.
1. Fundargerð 11. stjórnarfundar Vestfjarðastofu.
Fundargerð 11. stjórnarfundar haldinn 18. desember 2018 lögð fram og borinn upp til staðfestingar. Fundargerð samþykkt.
2. Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um fiskeldi – umsögn
Tekið til umræðu efnisatriði umsagnar um drög að frumvarpi um breytingar á lögum um fiskeldi sem kynnt var á Samráðsgátt stjórnarráðsins þann 20. desember s.l..
Formaður lagði til að Vestfjarðastofa skili umsögn um málið á grundvelli umræðu á fundinum. Tillagan samþykkt.
3. Drög að frumvarp um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó
Tekið til umræðu efnisatriði umsagnar um drög að frumvarpi um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó sem kynnt var á Samráðsgátt stjórnarráðsins þann 20. desember s.l..
Formaður lagði til að Vestfjarðastofa skili umsögn um málið á grundvelli umræðu á fundinum. Tillagan samþykkt.
4. Húsnæðismál í Vestrahúsi – minnisblað
Framkvæmdastjóri kynnti minnisblað um húsnæðismál Vestfjarðastofu með flutning skrifstofu Vestfjarðastofu innan húsnæðis Vestra ehf, við Suðurgötu og Árnagötu á Ísafirði. Kynnt er kostnaðaráætlun, rekstaráætlun og teikningar af breytingum á húsnæði. Formaður gerði tillögu að samþykkja fyrirliggjandi áætlun. Tillagan samþykkt.
5. Önnur mál
a) Fundur um endurbyggingu Vestfjarðavegar 60 um Gufudalssveit, 9. janúar 2019.
Framkvæmdastjóri kynnti að Vegagerðin hefði boðað til fundar á Reykhólum þann 9. janúar n.k. til að kynna sjónarmið Vegagerðarinnar um fyrirhugaða endurbyggingu Vestfjarðavegar 60. Rætt um efni málsins. Samþykkt að senda fulltrúa á fundinn.
b) Umhverfisvottun Vestfjarða.
Kynnt ákvörðun Earthcheck frá 21. desember s.l. að Vestfirðir standist viðmið umhverfisvottunar fyrir árið 2017 og sveitarfélögin haldi því vottun sinni.
Stjórn fagnar þessum áfanga og þakkar starfsmönnum fyrir góða vinnu að verkefninu.
Fleira ekki gert og fundi slitið 10.15