Fundargerð 13. stjórnarfundar Vestfjarðastofu haldinn á skrifstofu Vestfjarðastofu, Árnagötu 2-4, Ísafirði 4. febrúar kl 14.00.
Mætt voru á skrifstofu: Hafdís Gunnarsdóttir formaður, Kristján Jón Guðmundsson, Kristján G Jóakimsson og Hólmfríður Vala Svavarsdóttir.
Í fjarfundi voru: Víkingur Gunnarsson, varformaður, Iða Marsibil Jónsdóttir, Sigurður Hreinsson og Ágústa Ýr Sveinsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri, Díana Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnuþróunar og Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri byggðaþróunar sem einnig ritaði fundargerð.
Varaformaður setti fundinn og kynnti að Ingibjörg hefði tilkynnt forföll og ekki hefði tekist að boða varamann í hennar stað. Eins myndi Hafdísi Gunnarsdóttur, formanni seinka lítillega.
Boðuð dagskrá fundarins er sem hér segir;
1. Fundargerð 12. stjórnarfundar frá 7. janúar 2019
2. Áhersluverkefni Sóknaráætlunar 2019
3. Fjármál 2018 – VFS/FV/Atvest
5. Gerð nýrrar sóknaráætlunar – kynna tillögu frá Capacent
6. Samtal um stefnur ríkisins - Fundur Byggðastofnunar í Hveragerði
7. Heimsmarkmið SÞ - Bréf forsætisráðherra lagt fram til kynningar
8. Heimsókn ferðamálastjóra og framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála
9. Húsnæðismál á Ísafirði
10. Önnur mál
Gengið til dagskrár.
1. Fundargerð 12. stjórnarfundar frá 7. janúar 2019
Fundargerð 12. stjórnarfundar lögð fram til staðfestingar. Fundargerð hafði áður verið kynnt í tölvupóst. Fundargerð borinn upp og samþykkt.
Formaður mætti til fundar og tók við stjórn á honum.
2. Áhersluverkefni Sóknaráætlunar 2019
Framkvæmdastjóri kynnti tillögur og greinargerð um val á áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vestfjarða fyrir árið 2019 og eins hvernig sveitarfélög á Vestfjörðum stóðu að endurnýjun fulltrúa í samráðsvettvangi Sóknaráætlunar.
Tillögurnar eru valdar úr innsendum tillögum í framhaldi af auglýsingu í nóvember 2018. Verkefnateymi Vestfjarðastofu lagði mat á efni tillagna og tengingu þeirra við Sóknaráætlun Vestfjarða og óskaði umsagnar samráðsvettvangs Sóknaráætlunar Vestfjarða á samráðsvettvangi Betra Ísland og með sameiginlegum fjarfundi. Á grundvelli umsagnar samráðvettvangs voru mótaðar tillögur að efni og fjárhæð áhersluverkefna til afgreiðslu stjórnar Vestfjarðastofu.
Framkvæmdastjóri kynnti markmið og rökstuðning fyrir einstaka tillögum og svaraði fyrirspurnum og eins sviðsstjórar eftir efnum og ástæðum.
Formaður opnaði fyrir umræðu um einstaka tillögur, markmið og fjármagn. Til máls tóku Kristján G, Kristján J, Hólmfríður Vala, Hafdís, Víkingur, Iða og Sigurður.
Formaður gerði tillögu um að í mörkun stefnu Sóknaráætlunar Vestfjarða 2020-2024 verði lögð áhersla á færri en stærri verkefni í vali á áhersluverkefnum. Tillagan samþykkt.
Formaður gerði tillögu að eftirfarandi áhersluhersluverkefnum;
Áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vestfjarða árið 2019:
Verkefni 1. Visit Westfjords |
Efling markaðssetningar gagnvart erlendum ferðamönnum. Vestfirðir auki hlutdeild í vaxandi hópi erlendra ferðamanna. |
7.200.000 |
Verkefni 2.Hringvegur 2 |
Hringvegur 2 um Vestfirði. Nýtt aðdráttarafl í ferðaþjónustu á Vestfjörðum með heilssársvegi í framhaldi af opnun Dýrafjarðargangna og með endurbótum á vegi um Dynjandisheiði. Verkefninu er ætlað að styðja við lengingu ferðamannatímans og auka þannig arðbærni ferðaþjónustu. |
4.000.000 |
Verkefni 3Umhverfisvottaðir Vestfirðir |
Öflun og úrvinnsla gagna og stjórnun verkefnis til að viðhalda umhverfisvottun sveitarfélaga á Vestfjörðum. Auka vitund og virkni íbúa og fyrirtækja um markmið verkefnisins. Tengja markmið verkefnisins við loftlagsmarkmið stjórnvalda. Hefja vinnu við sameiginlega stefnu í förgun og endurvinnslu úrgangs á Vestfjörðum. |
4.000.000 |
Verkefni 4Lýðháskóli á Flateyri |
Styðja við starfsemi Lýðháskóla á Flateyri á fyrsta og öðru starfsári skólans og skapa þannig nýjan valkost í menntakerfi á Vestfjörðum og Íslandi. Margfeldisáhrif á samfélög; aldursamsetningu, menningarstarfsemi, þjónustu o.fl. |
4.000.000 |
Verkefni 5 Matarkistan Vestfirðir. |
Styðja við minni matvælaframleiðendur starfandi sem og nýliða til að auka virði hráefnis sem framleitt er í héraði. Verkefnið er hluti af námsframboði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. |
3.175.000 |
Verkefni 6Smávirkjanir |
Gera greiningu á þörf fyrir smávirkjanasjóð á Vestfjörðum. |
2.000.000 |
Verkefni 7Stefnumótun fiskeldisuppbyggingar á Vestfjörðum. |
Hefja vinnu við mótun framtíðarsýnar fyrir fiskeldi á Vestfjörðum til grundvallar stefnmótunar fyrir uppbyggingu atvinnugreinarinnar. Sett er að markmiði að unnin verði heildstæð áætlun sem byggi á bestu fáanlegri þekkingu og þeirri reynslu sem þeger hefur áunnist í fiskeldi. Slík áætlun verði lögð fyrir stjórnvöld til að undirbyggja aðgerðir sem stuðli að sterkri atvinnugrein til langs tíma litið. |
5.000.000 |
Verkefni 8Þverfaglega rannsóknarteymið |
Stofnað verði til rannsókna og vísindateymis einstaklinga á Vestfjörðum. Sem hafi að markmiði að byggja upp teymi sem geti unnið þverfaglega og óhlutdrægt að vísindarannsóknum er tengjast samfélögum, atvinnulífi og umhverfi Vestfjarða. |
2.200.000 |
Verkefni 9 Nýtt meistaranám í Sjávarbyggðafræðum |
Efling framhaldsnáms á Vestfjörðum með nýrri námsleið Háskólaseturs Vestfjarða, Sjávarbyggðafræði. Undirbúningi er lokið og miðað við að kennsla hefjist haustið 2018 |
5.000.000 |
|
Samtals kr |
36.575.000 |
Framkvæmdastjóra verði falið að senda tillögu stjórnar Vestfjarðastofu til afgreiðslu Samráðsvettvangs stjórnarráðsins um byggðamál.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
3. Fjármál 2018 – VFS/FV/Atvest
Framkvæmdastjóri lagði fram yfirlit um rekstur Vestfjarðastofu frá 1. júlí til lok árs 2018 og yfirlit um sameiginlegan rekstur Vestfjarðastofu, FV og Atvest frá 1. janúar til lok árs 2018. Til hliðsjónar eru endurskoðaðar rekstaráætlanir fyrir árið 2018, sem lagð var fram á Fjórðungsþingi Vestfirðinga í maí 2018 og á ársfundi Vestfjarðastofu í júní 2018.
Iða vék af fundi.
4. Gerð nýrrar sóknaráætlunar – kynna tillögu frá Capacent
Framkvæmdastjóri og sviðsstjóri byggðaþróunar kynntu efni tillögu frá Capacent um ráðgjöf við endurskoðun og mótun nýrrar stefnu Sóknaráætlunar Vestfjarða fyrir tímabilið 2020-2024
Eins var kynnt að ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hafi samþykkt að veita landshlutasamtökum sveitarfélaga fjárhagslegan stuðning við endurskoðun sóknaráætlunar. Endanleg niðurstaða verði kynnt síðar.
Ágústa vék af fundi.
5. Samtal um stefnur ríkisins - Fundur Byggðastofnunar í Hveragerði
Framkvæmdastjóri kynnti efni fundar sem Byggðastofnun hélt í samstarfi við atvinnuþróunar/- félög/starfdeildir landshluta þann 22. og 23. janúar s.l. á Hótel Örk í Hveragerði. Fundinn sóttu fulltrúar skipuleggjanda og fulltrúar frá öllum ráðuneytum og eða stofnana er heyra undir ráðuneyti og fjalla um byggða, atvinnu og velferðarmál stjórnarráðsins. Flutt voru erindi að hálfu atvinnuþróunar m.a. framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu og erindi frá ráðuneytum og eða stofnunum.
6. Heimsmarkmið SÞ - Bréf forsætisráðherra lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar bréf Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra frá 28. janúar s.l.. Efni bréfsins fjallar um sveitarfélög á Íslandi og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Heimsmarkmiðin varðar hagsmuni íbúa jarðar í heild sinni og hvernig nærsamfélögin geti unnið að þeim. Stjórn felur framkvæmdastjóra að sækja fund um málefnið og falið að kynna efni bréfsins fyrir starfsmönnum og taka efni þess inn í umræðu um stefnumörkun í málefnum Vestfjarða.
7. Heimsókn ferðamálastjóra og framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála
Framkvæmdastjóri kynnti að Ferðamálastjóri og framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála hefðu óskað eftir fundi með stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga. Fundurinn væri hluti af fundarröð þessara sömu aðila með stjórnum landshlutasamtökum sveitarfélaga. Samþykkt að verða við þessari beiðni og bjóða aðilum á fund stjórnar í mars n.k..
8. Húsnæðismál Vestfjarðastofu á Ísafirði
Farið verður í skoðunarferð er varða breytingar á húsnæði
9. Önnur mál
Enginn önnur mál komu fram.
Fleira ekki gert og formaður sleit fundi kl 16.00.