Fara í efni

Fundargerð 17. fundar stjórnar Vestfjarðastofu

09.05.2019 15:00

17. fundur stjórnar Vestfjarðastofu haldinn á starfstöð á Ísafirði og í fjarfundi, kl 15.00 fimmtudaginn  9. maí 2019. Mætt voru í starfstöð á Ísafirði Hafdís Gunnarsdóttir, formaður, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir og Sigurður Hreinsson. Í fjarfundi voru Ingibjörg Benediktsdóttir, Iða Marsibil Jónsdóttir og Ágústa Ýr Sveinsdóttir. Formaður kynnti að Víkingur Gunnarsson og Kristján G Jóakimsson og Kristján Jón Guðmundsson forföll og ekki náðist að boða varamenn í þeirra stað.

Guðmundur E. Kjartansson endurskoðandi sat fundinn einnig.

Boðuð dagskrá var sem hér segir.

  1. Ársreikningur Vestfjarðastofu
  2. Samningar milli FV og Vestfjarðastofu – lagðir fram sem vinnugögn til kynningar
  3. Önnur mál

Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.

  1. Ársreikningur Vestfjarðastofu
    Framkvæmdastjóri lagði fram ársreikning fyrir árið 2018 og skýringar með honum.  Með vísan til fundar 7. maí 2019 þar sem drög að ársreikningi voru lögð fram. Með ársreikningum er lagt fram álit endurskoðanda og ársskýrsla.
    Endurskoðandi Vestfjarðastofu kynnti álit endurskoðanda um að ársreikningur gefi glögga mynd af afkomu, efnahag og breytingu á handbæru fé á árinu 2018.
    Formaður gerði tillögu um að stjórn Vestfjarðastofu samþykki ársreikning fyrir árið 2018 og vísi til afgreiðslu Ársfundar Vestfjarðastofu 2019. Stjórn staðfesti samþykki sitt með undirritun skýrslu stjórnar. Tillagan samþykkt.
  2. Samningur milli FV og Vestfjarðastofu – vinnuskjal lagt fram til kynningar
    Lagður fram til kynningar samningsdrög sem Sesselja Árnadóttir lögfræðingur hjá KPMG var fengin til að vinna varðandi samninga milli FV og Vestfjarðastofu. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram í samstarfi við Starfsháttanefnd og í samhengi við niðurstöður 64. Fjórðungsþings Vestfirðinga.

    Guðmundur Kjartansson vék af fundi kl. 15:45

  3. Önnur mál
    Engin önnur mál komu fram og fundi slitið kl. 15:50