Fara í efni

Fundargerð 18. fundar stjórnar Vestfjarðastofu

12.06.2019 14:00

18. fundur stjórnar Vestfjarðastofu haldinn á starfstöð á Ísafirði og í fjarfundi, kl 14.00 miðvikudaginn 12. júní  2019. Mætt voru í starfstöð á Ísafirði Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Kristján Jón Guðmundsson og Sigurður Hreinsson. Í fjarfundi voru Hafdís Gunnarsdóttir, formaður, Ingibjörg Benediktsdóttir, Iða Marsibil Jónsdóttir, Víkingur Gunnarsson og Ágústa Ýr Sveinsdóttir.  Sigríður Ó. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri var í fjarfundi og Díana Jóhannsdóttir sviðsstjóri var á starfsstöð á Ísafirði.

Boðuð dagskrá var sem hér segir.

  1. Fundargerð 16 & 17. fundar stjórnar
  2. Fundargerð Ársfundar
  3. Hringvegur 2 - Samningur við Blue Sail
  4. Umhverfisvottun Vestfjarða - NAVE
  5. Svar við erindi til ANR - lagt fram til kynningar
  6. Samningar um Sóknaráætlun - kynning
  7. Kynningarhátíð í Rvík - Vestfirðir 2020
  8. Milliþinganefnd - Sigurður Hreinsson, Lilja Magnúsdóttir, Jóhanna Ösp Einarsdóttir - Skipun
  9. Innihald Haustþings
  10. Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál
  11. Trúnaðarmál - áður kynnt í tölvupósti til stjórnar
  12. Önnur mál

Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.

  1. Fundargerðir 16. og 17. fundar stjórnar
    Fundargerð 16. Og 17. fundar stjórnar lögð fram til endanlegrar samþykktar en hafði áður verið kynnt í tölvupósti.
    Fundargerðir samþykktar.
  2. Fundargerð ársfundar
    Fundargerð ársfundar lögð fram til endanlegrar samþykktar en hafði áður verið kynnt í tölvupósti og send til fundarstjóra Kristjáns Þ. Kristjánssonar sem hafði samþykkt fundargerð. Fundargerð samþykkt.
  3. Hringvegur 2 – Samningur við Blue Sail
    Sviðsstjóri atvinnuþróunar kynnti samning við Blue Sail ráðgjafafyrirtækið og þær áherslur sem lagt er upp með í vinnunni framundan. Sviðsstjóri lýsti vinnu stýrihóps verkefnisins við yfirferð tilboða um vinnuna og greindi einnig frá því að verkefnastjóri verkefnisins Magnea Garðarsdóttir hefði kynnt verkefnið fyrir Dalamönnum í Búðardal.  Stjórn samþykkti að gengið yrði til samninga við Blue Sail.
  4. Umhverfisvottun Vestfjarða - NAVE 
    Framkvæmdastjóri greindi frá viðræðum Vestfjarðastofu og NAVE um að síðarnefnda stofnunin tæki að sér umsýslu umhverfisvottunar Vestfjarða. Framkvæmdastjóri fær heimild til að halda áfram vinnu við verkefnið.
  5. Svar við erindi til ANR - lagt fram til kynningar
    Sviðsstjóri greindi frá því að erindi hefði verið sent til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis vegna tengingar áfangastaðaáætlana landshluta við úthlutun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.  Svarbréf ANR lagt fram til kynningar.
  6. Samningur um Sóknaráætlun 2020-2024
    Framkvæmdastjóri greindi frá því að hún hefði setið fund um samninga landshlutasamtaka og ríkisins um Sóknaráætlun 2020-2024. Ekki lögð fram gögn en samningsdrög og skapalón sóknaráætlana væntanlegt og verður sent á stjórn.
  7. Kynningarhátíð í Rvík - Vestfirðir 2020
    Minnisblað lagt fram með uppleggi að „Vestfirskri matarmessu“. Markmiðið væri að halda viðburð sem vekur athygli á matvælaframleiðslu á Vestfjörðum og ýtir undir þá jákvæðu ímynd sem vestfirskar afurðir hafa. Draga fram nýsköpun og spennandi verkefni í matvælaframleiðslu á svæðinu. Tilgangurinn væri að vekja athygli á Vestfjörðum sem matavæla framleiðslusvæði og gefa vestfirskum framleiðendum kost á að kynna vörur sínar á höfuðborgarsvæðinu.  Stjórn tók jákvætt í verkefnið og fól starfsmönnum að vinna áfram að verkefninu.
  8. Milliþinganefnd
    Í milliþinganefnd eru skipuð af fulltrúum Fjórðungssambands Vestfirðinga Sigurður Hreinsson, Lilja Magnúsdóttir og Jóhanna Ösp Einarsdóttir. Milliþinganefnd tekur þegar til starfa samkvæmt samþykkt 63. Fjórðungsþings sem haldið var á Þingeyri 10. júní sl.
  9. Innihald Haustþings
    Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað þar sem lögð var til breytt tilhögun haustþings í samræmi við tvískipt hlutverk Vestfjarðastofu. Þannig verði hluti þingsins sameiginlegur en hluti tvískiptur í annars vegar sveitarfélagahluta og hins vegar atvinnulífshluta. Framkvæmdastjóra falin nánari útfærsla til að leggja fyrir næsta stjórnarfund.
  10. Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál
    Boðun á stofnfund samstarfsvettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál.  Lagt fram til kynningar.
  11. Trúnaðarmál - áður kynnt í tölvupósti til stjórnar
    Mál rætt.
  12. Önnur mál
    Formaður lýsti ánægju með kynningarfund á Krossgötum – Sviðsmyndum fyrir Vestfirði 2035 sem haldinn var fyrr um morguninn. Mæting ágæt.  Á fundinum var einnig kynnt innviðagreining fyrir Vesturbyggð.