12.06.2019 14:00
18. fundur stjórnar Vestfjarðastofu haldinn á starfstöð á Ísafirði og í fjarfundi, kl 14.00 miðvikudaginn 12. júní 2019. Mætt voru í starfstöð á Ísafirði Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Kristján Jón Guðmundsson og Sigurður Hreinsson. Í fjarfundi voru Hafdís Gunnarsdóttir, formaður, Ingibjörg Benediktsdóttir, Iða Marsibil Jónsdóttir, Víkingur Gunnarsson og Ágústa Ýr Sveinsdóttir. Sigríður Ó. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri var í fjarfundi og Díana Jóhannsdóttir sviðsstjóri var á starfsstöð á Ísafirði.
Boðuð dagskrá var sem hér segir.
- Fundargerð 16 & 17. fundar stjórnar
- Fundargerð Ársfundar
- Hringvegur 2 - Samningur við Blue Sail
- Umhverfisvottun Vestfjarða - NAVE
- Svar við erindi til ANR - lagt fram til kynningar
- Samningar um Sóknaráætlun - kynning
- Kynningarhátíð í Rvík - Vestfirðir 2020
- Milliþinganefnd - Sigurður Hreinsson, Lilja Magnúsdóttir, Jóhanna Ösp Einarsdóttir - Skipun
- Innihald Haustþings
- Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál
- Trúnaðarmál - áður kynnt í tölvupósti til stjórnar
- Önnur mál
Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.
- Fundargerðir 16. og 17. fundar stjórnar
Fundargerð 16. Og 17. fundar stjórnar lögð fram til endanlegrar samþykktar en hafði áður verið kynnt í tölvupósti.
Fundargerðir samþykktar. - Fundargerð ársfundar
Fundargerð ársfundar lögð fram til endanlegrar samþykktar en hafði áður verið kynnt í tölvupósti og send til fundarstjóra Kristjáns Þ. Kristjánssonar sem hafði samþykkt fundargerð. Fundargerð samþykkt. - Hringvegur 2 – Samningur við Blue Sail
Sviðsstjóri atvinnuþróunar kynnti samning við Blue Sail ráðgjafafyrirtækið og þær áherslur sem lagt er upp með í vinnunni framundan. Sviðsstjóri lýsti vinnu stýrihóps verkefnisins við yfirferð tilboða um vinnuna og greindi einnig frá því að verkefnastjóri verkefnisins Magnea Garðarsdóttir hefði kynnt verkefnið fyrir Dalamönnum í Búðardal. Stjórn samþykkti að gengið yrði til samninga við Blue Sail. - Umhverfisvottun Vestfjarða - NAVE
Framkvæmdastjóri greindi frá viðræðum Vestfjarðastofu og NAVE um að síðarnefnda stofnunin tæki að sér umsýslu umhverfisvottunar Vestfjarða. Framkvæmdastjóri fær heimild til að halda áfram vinnu við verkefnið. - Svar við erindi til ANR - lagt fram til kynningar
Sviðsstjóri greindi frá því að erindi hefði verið sent til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis vegna tengingar áfangastaðaáætlana landshluta við úthlutun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Svarbréf ANR lagt fram til kynningar. - Samningur um Sóknaráætlun 2020-2024
Framkvæmdastjóri greindi frá því að hún hefði setið fund um samninga landshlutasamtaka og ríkisins um Sóknaráætlun 2020-2024. Ekki lögð fram gögn en samningsdrög og skapalón sóknaráætlana væntanlegt og verður sent á stjórn. - Kynningarhátíð í Rvík - Vestfirðir 2020
Minnisblað lagt fram með uppleggi að „Vestfirskri matarmessu“. Markmiðið væri að halda viðburð sem vekur athygli á matvælaframleiðslu á Vestfjörðum og ýtir undir þá jákvæðu ímynd sem vestfirskar afurðir hafa. Draga fram nýsköpun og spennandi verkefni í matvælaframleiðslu á svæðinu. Tilgangurinn væri að vekja athygli á Vestfjörðum sem matavæla framleiðslusvæði og gefa vestfirskum framleiðendum kost á að kynna vörur sínar á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn tók jákvætt í verkefnið og fól starfsmönnum að vinna áfram að verkefninu. - Milliþinganefnd
Í milliþinganefnd eru skipuð af fulltrúum Fjórðungssambands Vestfirðinga Sigurður Hreinsson, Lilja Magnúsdóttir og Jóhanna Ösp Einarsdóttir. Milliþinganefnd tekur þegar til starfa samkvæmt samþykkt 63. Fjórðungsþings sem haldið var á Þingeyri 10. júní sl. - Innihald Haustþings
Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað þar sem lögð var til breytt tilhögun haustþings í samræmi við tvískipt hlutverk Vestfjarðastofu. Þannig verði hluti þingsins sameiginlegur en hluti tvískiptur í annars vegar sveitarfélagahluta og hins vegar atvinnulífshluta. Framkvæmdastjóra falin nánari útfærsla til að leggja fyrir næsta stjórnarfund. - Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál
Boðun á stofnfund samstarfsvettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál. Lagt fram til kynningar. - Trúnaðarmál - áður kynnt í tölvupósti til stjórnar
Mál rætt. - Önnur mál
Formaður lýsti ánægju með kynningarfund á Krossgötum – Sviðsmyndum fyrir Vestfirði 2035 sem haldinn var fyrr um morguninn. Mæting ágæt. Á fundinum var einnig kynnt innviðagreining fyrir Vesturbyggð.