12.08.2019 14:00
19. fundur stjórnar Vestfjarðastofu haldinn á starfstöð á Ísafirði og í fjarfundi, kl 14.00 mánudaginn 12. ágúst 2019.
Mætt voru í starfstöð á Ísafirði, Kristján G Jóakimsson, Kristján Jón Guðmundsson og Sigurður Hreinsson. Í fjarfundi voru Hafdís Gunnarsdóttir, formaður, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir,Ingibjörg Benediktsdóttir, Iða Marsibil Jónsdóttir og Víkingur Gunnarsson. Ágústa Ýr Sveinsdóttir boðaði forföll og einnig varamaður hennar. Auk þeirra sátu fundinn Sigríður Ó. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri og Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri í starfsstöð á Ísafirði sem rituðu fundargerð.
Dagskrá
- Fundargerð 18. stjórnarfundar 12. júní 2019
- Hálfsársuppgjör Vestfjarðastofu
- Samningar milli FV - VFS
- Sóknaráætlun Vestfjarða - Drög að framtíðarsýn og áherslum
- Starfsháttanefnd Vestfjarðastofu
- Umhverfisvottun - NAVE
- Önnur mál
- Flugstefnan
- Samráðsnefnd um fiskeldi - tilnefning Sambands íslenskra sveitarfélaga
- Fundargerð 18. fundar, 12. júní 2019
Fundargerð 18. fundar stjórnar VFS, áður kynnt í tölvupósti og er nú borinn upp til endanlegrar staðfestingar. Fundargerð samþykkt. - Hálfsársuppgjör Vestfjarðastofu
Framkvæmdastjóri lagði fram rekstaryfirlit fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní. Tekjur og útgjöld eru í samræmi við fjárhagáætlun. Spurst fyrir um sjóðsstöðu og stöðu verkefna. Samþykkt að framkvæmdastjóri leggi fyrir næsta stjórnarfund greiningartré eftir deildum. - Samningar milli FV – VFS
Framkvæmdastjóri vísaði til 17. fundar stjórnar frá 9. maí þar sem kynnt voru drög að samningi VFS um rekstur skrifstofu FV og samningi VFS um rekstur sóknaráætlunar Vestfjarða fyrir hönd FV. Farið yfir einstaka greinar samninga og rætt um efni þeirra.
Engar tillögur komu fram um breytingar frá upphaflegum drögum samnings um rekstur skrifstofu FV. Formaður bar upp tillögu um samþykkt samningsins með fyrirvara um samþykkt starfsháttarnefndar VFS. Tillagan samþykkt.
Fram kom tillaga um breytingu á 2. gr samnings um rekstur Sóknaráætlunar Vestfjarða er varðar tímasetningu stefnumörkunar sóknaráætlunar og hlutverk samráðsvettvangs Sóknaráætlunar. Eins kom fram ábending um að leggja efni samningsins fyrir starfsháttarnefnd Vestfjarðastofu. Formaður bar upp tillögu um samþykkt samningsins með fyrirvara um umsögn starfsháttarnefndar VFS. Tillagan samþykkt. - Sóknaráætlun Vestfjarða - Drög að framtíðarsýn og áherslum
Framkvæmdastjóri kynnti að fundur samráðsvettvangs Sóknaráætlunar Vestfjarða verði haldinn þann 22. ágúst n.k.. Á fundinum verður rædd og afgreidd stefnumörkun Sóknaráætlunar Vestfjarða 2020-2024.
Framkvæmdastjóri kynnti drög að framtíðarsýn fyrir Vestfirði fram til ársins 2035 sem lögð væri fyrir fund samráðsvettvangs. Tillagan er mótuð af starfsmönnum VFS á grundvelli samantektar af stefnumótunarfundum sem haldnir hafa fyrr á árinu, Krossgötum - sviðsmyndagreiningu, skipulagsáætlunum sveitarfélaga og Byggðaáætlun. Horft væri til að sambærileg framtíðarsýn verði sett til grundvallar tillögu að svæðisskipulagi Vestfjarða.
Formaður gerði tillögu um samþykkt framtíðarsýnar sem lögð verði fyrir fund samráðsfund Sóknaráætlunar. Tillagan samþykkt.
Framkvæmdastjóri kynnti drög að áherslum fyrir Sóknaráætlun 2020-2035 sem hrinda verði í framkvæmd til að ná framtíðarsýn áætlunarinnar á næstu fimmtán árum, en skipt niður á þrjú tímabil. Miðað er við að á fundi samráðsvettvangs þann 22. ágúst n.k. verði afstöðu samráðsvettvangs um efni áherslna og hugsanlega að sameina efni þeirra, forgangröðun eftir mikilvægi og tímasetningu. - Starfsháttanefnd Vestfjarðastofu
Lögð fram til kynningar fundargerð Starfsháttarnefndar Vestfjarðastofu frá 9. ágúst 2019, þar sem fjallað er um tillögur milliþinganefndar Fjórðungssambandsins um breytingar á samþykktum Fjórðungssambandsins og þingsköpum Fjórðungsþings. - Umhverfisvottun - NAVE
Framkvæmdastjóri vísaði til umræðu á 18. stjórnarfundar VFS og lagði fram samning Vestfjarðastofu og Náttúrustofu Vestfjarða (NAVE) um umsjón NAVE með umhverfisvottun Vestfjarða. Verði fjárframlög til umhverfisvottunar Vestfjarða færð til NAVE og að starfsmaður Vestfjarðastofu verði lánaður til NAVE til ársloka 2020. Formaður gerði tillögu um samþykki samninga. - Önnur mál
- Framkvæmdastjóri kynnti að lögð hefði verið fram í Samráðsgátt stjórnvalda þann 26. júlí s.l. Grænbók, um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi. Frestur til að skila umsögn væri settur til 16. ágúst n.k.. Framkvæmdastjóri óskaði eftir heimild stjórnar til að sækja um lengir umsagnarfrest og leita samstarfs við aðra landshluta um mótun umsagnar. Tillagan samþykkt.
- Samráðsnefnd um fiskeldi - tilnefning Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram afrit af bréfi Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. ágúst 2019, þar sem kynnt er tillaga Sambands íslenskar sveitarfélaga um tilnefningu í samráðsnefnd um fiskeldi. Tilnefnd eru Sigríður Ó Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri VFS og Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar.
Stjórn fagnar þessari tilnefningu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 15.30