21. fundur stjórnar Vestfjarðastofu haldinn á starfstöð á Ísafirði og í fjarfundi, kl 14.00 þriðjudaginn 21. október 2019. -
Mætt voru í starfstöð á Ísafirði, Hafdís Gunnarsdóttir, formaður, Kristján G Jóakimsson, Kristján Jón Guðmundsson og Sigurður Hreinsson. Í fjarfundi voru Hólmfríður Vala Svavarsdóttir,Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Iða Marsibil Jónsdóttir og Víkingur Gunnarsson. Auk þeirra sátu fundinn Sigríður Ó. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri í fjarfundi og Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri í starfsstöð á Ísafirði sem ritaði fundargerð.
Boðuð dagskrá fundarins er sem hér segir.
Dagskrá 21. fundar 21. október 2019
1. Fundargerð 20. stjórnarfundar
2. Rekstur og starfsemi
a) 9 mánaða uppgjör Vestfjarðastofu
b) Staða helstu verkefna
3. Fjárhagsáætlun 2020 – sundurliðuð
4. Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024
5. 4. Haustþing
a) Ályktanir stjórnar
6. Önnur mál
a) Áfangastaðastofur - lagt fram til kynningar
b) Faglegt bakland í ferðaþjónustu
c) Almannatengsl - stöðuskýrsla
d) Umsagnir
Formaður kynnti að Ágústa Ýr Sveinsdóttir hefði boðað forföll og varamaður hennar einnig. Rætt um boðun varamanna, samþykkt að settur verði upp listi þar sem aðalmenn og varamenn verði paraðir saman, er það sem fyrsta val, takist ekki að boða varamann í fyrstu umferð er boðun næsta varamanns borin undir formann. Boðun varamanns verður á ábyrgð aðalmanns.
Gengið til dagskrár
1. Fundargerð 20. stjórnarfundar
Fundargerð 20. stjórnarfundar frá 24. september s.l. lögð fram til staðfestingar, fundargerð áður kynnt í tölvupósti. Fundargerð borinn upp og staðfest.
2. Rekstur og starfsemi
a) 9 mánaða uppgjör Vestfjarðastofu
Framkvæmdastjóri lagði fram uppgjör fyrir tímabilið janúar til september skipt niður á deildir og einstaka bókhaldslykla. Spurt um stöðu einstakra deilda og samanburð við fjárhagsáætlun ársins.
b) Staða helstu verkefna
Framkvæmdastjóri lagði fram greinargerð um stöðu helstu verkefna í lok september s.l.. Þar er einnig sett fram skipting stöðugilda á grundvelli starfsáætlunar og tekna á einstaka deildir.
Stjórn lýsir ánægju með framsetningu skjala og eftirleiðis verða sambærileg yfirlit lögð fram á þriggja mánaða fresti.
3. Fjárhagsáætlun 2020 – sundurliðuð
Framkvæmdastjóri lagði fram tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga, sem lögð verður fyrir 4. Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga. Samhliða verður lögð fram fjárhagsáætlun 2020 fyrir Vestfjarðastofu sem lýsir framkvæmd verkefna. Tillagan samþykkt.
4. Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024
Framkvæmdastjóri kynnti að niðurstöðu umsagna á Sóknaráætlun Vestfjarða en áætlunin var til umsagnar í Samráðsgátt frá 30. september til 16. október.
Bætt hefur verið við samskiptaáætlun gagnvart skilgreindum markhópum. Breytt hefur verið heiti yfirflokks meginmarkmiða úr menntun í samfélag.
Umsagnir bárust frá Skógræktinni og frá Ásdísi Snót Ólafsdóttur (tekið á málefni samþættingu skólastiga, aukið samstarf skólastiga)
Einnig hafa komið ábendingar frá Stýrihópi stjórnarráðsins um byggðamál um lýðheilsumál, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða um hið sama.
Stjórn kom eftirfarandi ábendingar eða tillögur að breytingum;
-
ábending um að setja háskólamál og starfsemi Háskólaseturs Vestfjarða fram með skýrar hætti.
-
breyta mælanlegu markmiði í atvinnuþróun og nýsköpun í að það verði hærra en landsmeðaltal í stað þess að vera „jafnt eða yfir landsmeðaltali“.
Bætt við áherslum í Atvinnuþróun og nýsköpun.
-
Aukið verði við framleiðni og vöxt fyrirtækja.
-
Auka fjölbreytni starfa.
Bætt var við SVOT greiningu Samfélags, Ógnun;
-
Aðhaldskrafa í fjárlögum sem bitnar illa á smáum einingum (ostaskerahagfræði)
-
Fólksfækkun – óhagstæð aldursdreifing
Breytt áherslum í samfélagi.
-
Fylgst verði með og styrkja stöðu erlenda íbúa á Vestfjörðum í stað þess að „gerð verði könnun um stöðu“.
-
Innviðir svæðisins verði samkeppnishæfir við aðra landshluta.
Breytt var Umhverfi og skipulag.
-
Svæðisskipulag Vestfjarða
-
Að skoða uppbygginu þjóðskóga í tengslum við aðra landnýtingu í samræmi við umsögn Skógræktarinnar.
Breytt var í SVÓT - Menningu.
-
Tækifæri; Stafrænir flakkarar og stafræn tækni.
Breytt var Mælanleg markmið – Menning.
-
„Að viðhorf íbúa til menningar aukist um 7 %“. Þátturinn tekin út þar sem greinanleiki í gögnum er ekki nógu áreiðanlegur.
Framkvæmdastjóri kynnti að umsögn hefði borist frá Ungum Umhverfissinnum í tölvupósti skömmu eftir miðnætti 19. október en umsögn dagsett þann 18. október s.l.. Stjórn bendir á að umsagnarfrestur rann út á miðnætti 16. október og gögn voru send út til stjórnar þann 17. október. Umsögn barst því of seint en Ungum umhverfissinnum er þökkuð umsögnin.
Formaður bar upp Sóknaráætlun 2020-2024 með áorðnum breytingum til samþykktar. Tillagan samþykkt.
5. 4. Haustþing
a) Ályktanir stjórnar
Kynnt drög að texta ályktana stjórnar sem lögð verði fyrir 4. Haustþings um orkumál og orkuskipti.
Samgöngumál. Bæta við samgönguáætlun Vestfjarða (finna ályktun frá 31. ágúst 2017), vetrarþjónusta, stækkun atvinnusvæða.
6. Önnur mál
Mætt til fundar Díana Jóhannsdóttir, sviðsstjóri Vestfjarðastofu
a) Áfangastaðastofur - lagt fram til kynningar: Díana fór yfir hugmyndir sem Stjórnstöð ferðamála og Ferðamálastofu hafa kynnt varðandi Áfangastaðastofur. Óljóst er með fjármögnun til markaðssetningar og fjármögnun reksturs markaðsstofa eftir árið 2020 í þessum hugmyndum.
b) Faglegt bakland í ferðaþjónustu: Díana kynnti tillögu um faglegt bakland ferðaþjónustu í stað faghóps ferðamála Vestfjarðastofu. Faghópur ferðamála á að vera skipaður fulltrúum sveitarfélaga en einungis eitt sveitarfélag hefur skipað fulltrúa í faghópinn. Tillaga felur í sér skipan fimm manna faghóp, með aðild stjórnar og fulltrúa úr ferðþjónustu, hlutverk hópsins er að fjalla um forgangsröðun verkefna og stefnu í ferðaþjónustumálum.
Tillagan samþykkt en skipan í faghóp frestað til næsta fundar.
c) Almannatengsl – stöðuskýrsla: Lögð fram greinargerð um árangur af almannatengslaverkefni.
d) Umsagnir:
Lögð fram til kynningar, umsögn um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020 en umsögninni var skilað 4. október s.l. og kynnt á fundi með fjárlaganefnd 14. október.
e) Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða – erindi. Lagt fram erindi Antons Helgasonar varðandi breytingar á reglugerðum um skráningu fyrirtækja í stað starfsleyfa.
Í bréfinu fer Anton yfir þau áhrif sem breytingar á lögum nr. 7/1998 og nýrri reglugerð um skráningu fyrirtækja sem heilbrigðisnefnd hefur haft eftirlit með og gefið út starfsleyfi fyrir munu hafa fyrir heilbrigðisnefndir. Með þeim breytingum sem lagðar eru til er verið að færa hluta af starfsemi heilbrigðiseftirlitsins yfir á Umhverfisstofnun.
Stjórn Vestfjarðastofu tekur undir áhyggjur forstöðumanns Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða af því að miðstýrt opinbert yfirvald yfirtaki starfsemi sem verið hefur hjá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaganna.