Fara í efni

Fundargerð 22. fundar stjórnar Vestfjarðastofu

03.12.2019 13:30

22. fundur stjórnar Vestfjarðastofu haldinn á starfstöð á Ísafirði og í fjarfundi, kl 13.30 

þriðjudaginn 3. desember 2019.  

Mætt voru í starfstöð á Ísafirði, Hafdís Gunnarsdóttir, formaður, Kristján G Jóakimsson, Kristján Jón Guðmundsson og Sigurður Hreinsson. Í fjarfundi voru  Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir,Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Iða Marsibil Jónsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Sigríður Ó. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri í fjarfundi og Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri í starfsstöð á Ísafirði sem ritaði fundargerð.  

 Formaður setti fundinn og kynnti að Víkingur Gunnarsson hefði boðað forföll og varamaður hans Neil Shiran Þórisson væri einnig forfallaður. Eins væri Iða Marsibil Jónsdóttir forfölluð og sæti Lilja Magnúsdóttir hennar varamaður fundinn.  

Boðuð dagskrá fundarins er sem hér segir;  

  1. Fundargerð 21. stjórnarfundar haldinn 21. október 2019   
  2. Starfsáætlun Vestfjarðastofu 2020 
  3. Strandabyggð  
    Málefni FV 
  4. Haustþing - ályktanir  
  5. Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs - úthlutunarreglur  
  6. Önnur mál 
    1. Tilnefning í Vinnumarkaðsráð Vestfjarða
    2. Fundargerð samgöngu og fjarskiptanefndar FV, 15. nóvember 2019 

Gengið til dagskrár, fundarins.  

1. Fundargerð 21. stjórnarfundar haldinn 21. október 2019   
Fundargerð 21. Stjórnarfundar lögð fram til staðfestingar, fundargerð hafði áður verði kynnt í tölvupósti. Fundargerð staðfest. 

2. Starfsáætlun Vestfjarðastofu 2020 
Framkvæmdastjóri lagði fram tillögu að starfsáætlun fyrir Vestfjarðastofu fyrir árið 2020. Vísast til hennar í gögnum fundarins.  
Í áætluninni er gerð tillaga um vinnu að meginmarkmiðum á árinu 2020 innan meginþátta í samkvæmt drögum að stefnumótun Vestfjarðastofu þ.e. Þekking, Ráðgjöf, Umhverfi og Markaður. 

Á grundvelli þessa er gerð tillaga um aðgerðir og árangursmælikvarða á verkefnum og síðan skiptingu vinnutíma starfsmanna á starfssvið (Rekstur skrifstofu, Sóknaráætlun,Atvinnuþróun, Byggðaþróun, Menning og Markaðsstofu) og hlutfallslega kostnaður af föstum skrifstofukostnaði auk útlagðs kostnaðar.  Framkvæmdastjóri kynnti samhliða drög að tillögum að áhersluverkefnum Sóknaráætlun Vestfjarða á árinu 2020.   

Framkvæmdastjóri fór yfir tillögur að einstökum verkefnum og svaraði fyrirspurnum.  

Formaður gerði tillögu að starfsáætlun Vestfjarðastofu fyrir árið 2020 verði samþykkt og árangur af verkefnum verði kynnt reglulega á starfsárinu. 

Tillagan samþykkt. 

3. Strandabyggð 

Erindi fært í trúnaðarbók.   

Ágústa og Hólmfríður Vala yfirgáfu fundinn kl 14.45 

Málefni FV: 

4. Haustþing - ályktanir  

Lögð fram til kynningar þinggerð 4. Haustþings Fjórðungssambands Vestfirðinga. 

Farið yfir ályktanir 4. Haustþings Fjórðungssambands Vestfirðinga og hvert þeim skuli beint. 

  • Lögþvingaðar sameiningar, sent ráðuneytum 

  • Sameiningar sveitarfélaga, sent ráðuneytum 

  • Samstarf sveitarfélaga. Beinist að starfi stjórnar FV 

  • Vinnuhópur.. Beinist að starfi stjórnar FV og að fylgist verði með verkefni Byggðastofnunar. 

  • Ýsukvóti. Sent ráðuneytum. 

  • Raforkumál. Vísast til starfsáætlun og sent ráðuneytum. 

  • Sjúkraflug. Sent ráðuneytum og óska eftir fundi með ráðuneyti og tengja við heilbrigðismál. 

  • Samgöngumál. Vísa til samgöngu og fjarskiptanefndar FV og kynna fyrir ráðuneyti og Alþingi. 

  • Jarðgangaáætlun. Vísa til samgöngu og fjarskiptanefndar FV og kynna fyrir ráðuneyti og Alþingi 

  • Samgöngur í Árneshrepp. Vísa til samgöngu og fjarskiptanefndar FV og kynna fyrir ráðuneyti og Alþingi. 

  • Jafnræði í hitun húsnæðis. Sent ráðuneyti 

  • Flokkun sorps. Sent ráðuneytum og sveitarfélögum.  

 5. Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs - úthlutunarreglur  

Lögð fram tillaga að úthlutanarreglum Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða fyrir árið 2020, vísast til gagna fundarins. 
Tillagan samþykkt. 

Lögð fram tillaga að skiptingu framlaga Sóknaráætlunar Vestfjarða fyrir árið 2020, sem hér segir                                                                      

A.      Grunnframlög til sóknaráætlunar árið 2020 

Framlag Upphæð
Ráðuneyta:  97.848.443 
Framlag sveitarfélaga:   9.900.000
Samtals  107.748.443 


B.      Ráðstöfun grunnframlags árið 2020 

Ráðstöfun Upphæð
Uppbyggingarsjóður  57.500.000 
Áhersluverkefni 40.348.443
Umsýsla samnings 10.000.000  
Samtals:   107.748.443    

C.      Tillaga um skiptingu uppbyggingarsjóðs 2020 

Tillaga um skiptingu Uppbyggingarsjóðs 2020 (57.5 m) í potta: 

1.       Stærri verkefni (styrkir yfir eina og hálfa milljón, óskipt milli nýsköpunar- og atvinnuþróunarverkefna og menningarverkefna – úthlutun 25 mkr. 
2.       Minni verkefni (styrkir allt að ein og hálf milljón, óskipt milli nýsköpunar- og atvinnuþróunarverkefna og menningarverkefna – úthlutun 14,5 mkr 
3.       Stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstofnana – 18 mkr. 

Sviðsstjóra falið að kynna tillöguna fyrir úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða. 
Tillaga samþykkt. 

6. Önnur mál 
a) Tilnefning í Vinnumarkaðsráð Vestfjarða 
Lagt fram bréf Félagsmálaráðuneytis frá 28. Október s.l., þar sem óskað er eftir endurskipun  eins fulltrúa Fjórðungssambands Vestfirðinga og öðrum til vara í Vinnumarkaðsráð Vestfjarða fyrir tímabilið 2019-2023.  Byggir þessi skipan á 6. gr laga um vinnumarkaðsaðgerðir nr 55/2006.  

 Tillaga sett fram um Sif Huld Albertsdóttur, Ísafirði sem aðalfulltrúa og Þorgeir Pálsson, Hólmavík til vara.  

 Tillagan samþykkt. 

 b) Fundargerð samgöngu og fjarskiptanefndar FV, 15. nóvember 2019 
Fundargerð lögð fram til umræðu.  
Stjórn samþykkir tillögu um skipan stærri samgöngunefnda  með aðild stjórnar FV og fulltrúum Árneshrepps og Kaldrananeshrepp sem ekki eiga fulltrúa í samgöngunefnd eða stjórn FV. Hlutverk nefndarinnar verði gerð Samgönguáætlunar Vestfjarða þar sem lagt er til grundvallar ályktanir 4. Haustþings Fjórðungssambands Vestfirðinga um stofnun vinnuhóps, um samgöngumál og um jarðgangaáætlun.   

Fleira ekki gert og fundi slitið 15.30.   

Hafdís Gunnarsdóttir, formaður  
Kristján G Jóakimsson 
Kristján Jón Guðmundsson 
Sigurður Hreinsson
Ágústa Ýr Sveinsdóttir 
Hólmfríður Vala Svavarsdóttir 
Jóhanna Ösp Einarsdóttir 
Iða Marsibil Jónsdóttir