25. Stjórnarfundur Vestfjarðastofu haldinn 21. apríl 2020, kl 14.00. Fundurinn var haldinn í fjarfundi.
Mætt voru: Hafdís Gunnarsdóttir, formaður, Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Iða Marsibil Jónsdóttir, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Kristján Jón Guðmundsson, Kristján G. Jóakimsson, Sigurður Hreinsson og Víkingur Gunnarsson. Auk þess sátu fundinn Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri og Aðalsteinn Óskarsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.
Boðuð dagskrá fundarins er sem hér segir:
- Fundargerð 24. stjórnarfundar
- Skýrsla framkvæmdastjóra - verður flutt munnlega á fundinum.
- Ársreikningar - drög (koma inn á mánudag - læt vita með tölvupósti)
- Fjórðungssamband Vestfirðinga
- Vestfjarðastofa
- Fjárhagsyfirlit Vestfjarðastofu - fyrsti ársfjórðungur
- Strandabyggð - ráðning verkefnisstjóra - kynnt munnlega á fundi
- Verkefni tengd Flateyri
- Aðgerðir vegna Covid-19
- Önnur mál
- Ársfundur Vestfjarðastofu
- Fundargerðir annarra landshlutasamtaka, stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál og
Sambands sveitarfélaga - Skipting markaðsfjármagns vegna innanlandsátaks í ferðaþjónustu
Formaður setti fundinn og gengið til dagskrár.
1. Fundargerð 24. stjórnarfundar
Lögð fram fundargerð 24. stjórnarfundar Vestfjarðastofu frá 17. mars s.l., til staðfestingar. Fundargerð hafði áður kynnt á svæði stjórnar. Fundargerð borin upp og samþykkt.
2. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri flutti munnlega skýrslu um stöðu verkefna frá síðasta fundi.
3. Ársreikningar 2019
a) Fjórðungssamband Vestfirðinga
Lögð fram drög að ársreikningi Fjórðungssambands Vestfirðinga fyrir árið 2019 ásamt sundurliðunum. Sviðsstjóri fór yfir niðurstöður rekstrareiknings, efnahagsreiknings, skýringum og sundurliðunum deilda.
b) Vestfjarðastofa
Lögð fram drög að ársreikningi Vestfjarðastofu fyrir árið 2019.
Framkvæmdastjóri fór yfir niðurstöður rekstrareiknings, efnahagsreiknings, skýringum og sundurliðunum deilda. Framkvæmdastjóri kynnti greiningartré um skiptingu tekna og gjalda á einstaka deildir. Á grundvelli niðurstöðu greiningartrés lagði framkvæmdastjóri fram tillögu um skiptingu stjórnunarkostnaðar á einstaka deildir. Tillagan samþykkt.
4. Fjárhagsyfirlit Vestfjarðastofu - fyrsti ársfjórðungur
Framkvæmdastjóri lagði fram greiningu á rekstri Vestfjarðastofu fyrir fyrsta ársfjórðung og reksturs á einstökum deildum.
5. Strandabyggð - ráðning verkefnisstjóra
Starf verkefnastjóra Vestfjarðastofu, fyrir verkefnið Brothættar byggðir í Strandabyggð og önnur verkefni Vestfjarðastofu, var auglýst þann 17. mars s.l. með umsóknarfresti til 31. mars s.l. Alls sóttu 6 manns um starfið og valnefnd fulltrúa úr verkefnastjórn taldi að þrír aðilar stæðust hæfniskröfur og mæltu með að þeir yrðu teknir í viðtal. Framkvæmdastjóri kynnti að viðtöl hafi farið fram. Nú er verið að ræða við meðmælendur og er niðurstöðu að vænta í lok þessara viku.
6. Verkefni tengd Flateyri
Framkvæmdstjóri kynnti að ríkisstjórn hefði samþykkt á fundi sínum þann 14. apríl s.l., framkvæmd og eftirfylgni aðgerða á Flateyri í samræmi við tillögur aðgerðahóps sem skipaður var í kjölfar snjóflóðanna í janúar síðastliðnum.
Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað um stöðu verkefnisins og drög að auglýsingu um starf verkefnastjóra sem ráðinn verði hjá Vestfjarðastofu, samkvæmt tillögu ríkisstjórnar. Verkefnastjórn verður skipuð að hálfu íbúasamtaka Flateyrar, Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu. Auk þess mun verkefnistjórn njóta stuðnings fulltrúa þriggja ráðuneyta.
Verkefnastjóri kynnti drög að samningi við samgöngu og sveitarstjórnarráðuneyti um framkvæmd verkefnisins Nýsköpunar og þróunarverkefni fyrir Flateyri og óskaði heimildar stjórnar til að staðfesta hann. Formaður gerði tillögu um samþykki þessa. Tillagan samþykkt.
7. Aðgerðir vegna Covid-19
Framkvæmdastjóri kynnti að Alþingi hefði samþykkt vegna áhrifa Covid 19 veirusmits, þingsályktunartillögu um sérstakt tímabundið fjárfestingaráttak 28/150. Ein tillagna er að veita aukið fjármagn til Sóknaráætlana landshluta, alls 200 mkr.
Til Sóknaráætlunar Vestfjarða koma 25,2 mkr og er ætlað til verkefna sem verði hafin eigi síðar en 1. september n.k. og verði lokið 1. apríl 2021. Verkefnin séu atvinnuskapandi og eða stuðli að nýsköpun og séu í greinum sem eru að verða fyrir hvað mestum áhrifum af Covid 19.
Framkvæmdastjóri kynnti minnisblað um ráðstöfun viðbótarframlags Sóknaráætlunar og þar er til viðbótar tillaga frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um ráðstöfun ónotaðra styrkja og rekstrarafgangs á deildum frá fyrri árum alls 20,6 mkr, samtals 46 mkr.
Framkvæmdastjóri lagði fram tillögu á grundvelli minnisblaðs að auglýst verði eftir áhersluverkefnum. Starfsmenn munu setja fram tillögu að matsblaði í samráði við stjórn og stjórn afgreiði tillögur að úthlutun. Miðað er við að auglýsing fari út í þessari viku með skilafresti þann 30. apríl n.k. og afgreidd á stjórnarfundi í byrjun maí n.k.. Tillagan samþykkt.
8. Önnur mál
a) Ársfundur Vestfjarðastofu og Fjórðungsþing Vestfirðinga.
Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað þar sem fjallað er þann vanda sem er uppi við á framkvæmd ársfunda, í ljósi takmarkana í samkomu fólks vegna Covid 19 veirusmits. Fjallað um efni minnisblaðs. Samþykkt að fresta ákvörðun um breytingu á ársfundardögum til næsta stjórnarfundar. Sveitarstjórnum og fulltrúaráði Vestfjarðastofu kynnt að ársfundi hafi verið frestað í apríl.
b) Fundargerðir annarra landshlutasamtaka, stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál og Sambands sveitarfélaga. Lagðar fram til kynningar.
c) Innanlandsátak Ferðamálastofu. Framkvæmdastjóri kynnti tillögu Ferðamálastofu og fjallaði um viðbrögð við henni.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 15.58.