Fara í efni

Fundargerð 29. fundar stjórnar Vestfjarðastofu

18.08.2020 14:00

Fundargerð 29. stjórnarfundar Vestfjarðastofu haldinn í fjarfundi kl 14.00 þann 18. ágúst 2020

Mætt voru Hafdís Gunnarsdóttir, formaður, Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Kristján Jón Guðmundsson, Þorsteinn Másson, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir og Sigurður Hreinsson Auk þeirra sat fundinn Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri og Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður kynnti forföll hjá Iðu Marsibil Jónsdóttur og Kristjáns G Jóakimssonar. Í stað Iðu sat fundinn Lilja Magnúsdóttir, Tálknafirði en vegna skamms fyrirvara tókst ekki að boða varamann fyrir Kristján

Boðuð dagskrá fundarins er sem hér segir.

  1. Fundargerð 28. stjórnarfundar 23.06.2020
  2. Skýrsla framkvæmdastjóra - flutt munnlega á fundinum
  3. Hálfsársuppgjör Vestfjarðastofu
  4. Staða og hlutverk landshlutasamtaka - drög að skýrslu
  5. Sóknaráætlun Vestfjarða
    1. Fagráð og úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs - tillögur til Fjórðungsþings
    2. Tillaga um endurráðstöfun ónýttra stykja til Covid19 átaksverkefnis
    3. Samningar um áhersluverkefni
    4. Samningar um Covid19 átaksverkefni
  6. Fjórðungsþing að hausti - drög að dagskrá
  7. Efni til kynningar:
      1. Fundargerðir landshlutasamtaka 
        i.      Stjórn SSV – 154. fundur 27. maí 2020 http://ssv.is/wp-content/uploads/2020/06/154-fundur-stj%C3%B3rnar-SSV-fundarger%C3%B0.pdf
        ii.      Stjórn SSNE – 10. fundur 2. júní  https://www.ssne.is/is/fundargerdir/stjorn-ssne/fundargerd-stjorn-ssne-10-fundur-2-juni-2020
        iii.      Stjórn SSS – 757. fundur 15. júní  https://sss.is/blog/fundir/757-stjornarfundur-sss-15-juni-2020/
        iv.      Stjórn SASS – 558. fundur 22. maí  https://www.sass.is/558-fundur-stjornar-sass/
      2. Orkumál 
        i.      Sviðsmyndir um raforkunotkun á Vestfjörðum (skýrsla FV / VFS)
        ii.      Smávirkjanir á Vestfjörðum. Frumúttekt kosta (skýrsla FV / VFS)
        iii.      Vestfirðir: Kortlagning smávirkjanakosta (skýrsla Orkustofnunar
        iv.      Staðfesting á tillögu að umsögn um Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029
  8. Önnur mál

Formaður setti fundinn og gengið til dagskrár.

  1. Fundargerð 28. stjórnarfundar 23.06.2020
    Lögð fram til staðfestingar fundargerð 28. stjórnarfundar frá 23. júní 2020. Fundargerð staðfest.
  2. Skýrsla framkvæmdastjóra
    Framkvæmdastjóri fór yfir starfsemi Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands frá síðasta fundi
    Fram kom að sumarfundur landshlutasamtaka sveitarfélaga verður haldinn í fjarfundi þann 19. ágúst n.k.. Formaður hefur boðað forföll og óskar eftir stjórnarmanni sem gæti setið í hennar stað, Sigurður Hreinsson lýsir sig tilbúinn að sitja fundinn.
  3. Hálfsársuppgjör Vestfjarðastofu
    Framkvæmdastjóri lagði fram greiningartré fjárhags Vestfjarðastofu fyrir tímabilið janúar – júní 2020.

    kl. 14.20. Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir og Þorsteinn Másson, víkja af fundi.
  4. Staða og hlutverk landshlutasamtaka - drög að skýrslu 
    Kynntur tölvupóstur dags. 24. júní 2020 frá Stefaníu Traustadóttur, sérfræðings samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis fyrir hönd formanns starfshóps, sem hefur fjallað um stöðu og hlutverk landshlutasamtaka sveitarfélaga. Með tölvupóstinum fylgja drög að skýrslu starfshópsins (júní 2020). Með skýrslunni fylgir greinargerð sem unnin var fyrir samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytið um skipulag og stjórnarhætti landshlutasamtaka, unnið af Strategia nóvember 2019.

    Óskað er umsögn Fjórðungssambands Vestfirðinga um sviðsmyndir og tillögur starfshópsins um starfsemi og lagaramma fyrir starfsemi landshlutasamtaka sveitarfélaga. Einnig er óskað eftir ábendingum um efni skýrslunnar almennt.  

    Rætt um einstaka liði og ábendingar settar fram. Sviðstjóra falið að taka saman ábendingar og senda tillögu að svari til stjórnar í tölvupósti en frestur til að skila umsögn er 24. ágúst n.k.
  5. Sóknaráætlun Vestfjarða
    1. Fagráð og úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs - tillögur til Fjórðungsþings
      Samkvæmt nýjum samþykktum hefur skipan úthlutunarnefndar verið breytt m.a. með stofnunum fagráða.  Kynnt hugmyndir að fulltrúum sem skipa eiga úthlutunarnefnd og fagráð. Samþykkt að kalla eftir fleiri hugmyndum frá stjórn FV og afgreiða tillögu fyrir 1. september n.k..  
    2. Tillaga um endurráðstöfun ónýttra stykja til Covid19 átaksverkefnis
      Tillaga lögð fram um endurráðstöfun fjármagns FV, samtals 19,8 mkr sem mótframlag á móti 25,2 mkr framlagi af fjáraukalögum 2020 til Covid19 átaksverkefna. Tillagan rædd og samþykkt.
    3. Samningar um áhersluverkefni
      Fjórðungssambandið veitir fjármagn til áhersluverkefna og gerður er samningur um framkvæmd fyrir hvert og eitt verkefni við Vestfjarðastofu. Eftirfarandi samningar lagðir fram til samþykktar
      i.      Hringvegur 2
      ii.      Markaðssetning Vestfjarða
      Hluti af framkvæmd verkefnisins er samningur FV og TG Creative, Gagnvirkt Ísland (Tjarnargatan, kynningarfyrirtæki).
      iii.      Sýnileiki Vestfjarða
      iv.      Nýsköpunar og samfélagsmiðstöðvar
      Samningar samþykktir.
    4. Samningar um Covid19 átaksverkefni
      i.      Samningur FV og SRN um Covid19 átaksverkefni
      ii.      Samningur FV og VFS um framkvæmd Covid19 átaksverkefnis
      Samningar samþykktir
  6. Fjórðungsþing að hausti - drög að dagskrá
    Framkvæmdastjóri fór yfir minnispunkta um framkvæmd 65. Fjórðungsþings Vestfirðinga að hausti en leita verður afbrigða vegna áhrifa af Covid19.  
    Þingið verði haldið í 9. og 10. október n.k. í Félagsheimilinu í Bolungarvík og í fjarfundi fyrir þá sem það óska.

    Óskað er heimildar gerð tillögu um skipan kjörnefndar, fulltrúar af öllum svæðum og sambland af reynslu og nýjum aðilum auk kynjahlutfalls. Tillagan samþykkt.  Stjórn samþykkir einnig að fela starfsmönnum að koma tillögu að skipan nefndarinnar og bera undir stjórn og tillagan kynnt á Facebook vettvangi.

    Rætt um efni þingsins en Fjórðungsþings að vori eru áhrif Covid19. Framkvæmdastjóri kynnti einnig tillögu frá Ísafjarðarbæ um að málefni þjóðgarða. Stjórn samþykkir þessi efni og felur framkvæmdastjóra móta endanlega tillögu.
  7. Efni til kynningar:
    1. Fundargerðir landshlutasamtaka
      i.      Stjórn SSV – 154. fundur 27. maí 2020 
      http://ssv.is/wp-content/uploads/2020/06/154-fundur-stj%C3%B3rnar-SSV-fundarger%C3%B0.pdf
      ii.      Stjórn SSNE – 10. fundur 2. júní
      https://www.ssne.is/is/fundargerdir/stjorn-ssne/fundargerd-stjorn-ssne-10-fundur-2-juni-2020
      iii.      Stjórn SSS – 757. fundur 15. júní 
      https://sss.is/blog/fundir/757-stjornarfundur-sss-15-juni-2020/
      iv.      Stjórn SASS – 558. fundur 22. Maí
      https://www.sass.is/558-fundur-stjornar-sass/
    2. Orkumál
      i.      Sviðsmyndir um raforkunotkun á Vestfjörðum (skýrsla FV / VFS)
      ii.      Smávirkjanir á Vestfjörðum. Frumúttekt kosta (skýrsla FV / VFS)
      iii.      Vestfirðir: Kortlagning smávirkjanakosta (skýrsla Orkustofnunar)
      iv.      Staðfesting á tillögu að umsögn um Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029
  8. Önnur mál
    Rætt um stöðu á gerð Samgönguáætlunar Vestfjarða

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 16.00.