3. Stjórnarfundur Vestfjarðastofu ses.
Fundur settur kl. 14:00 hinn 19. janúar 2018 að Árnagötu 2-4 Ísafirði.
Mætt voru: Pétur G. Markan formaður, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Víkingur Gunnarsson (í síma), Ágústa Ýr Sveinsdóttir (í síma), Kristján Jóakimsson, Sigurður Hreinsson, Jón Örn Pálsson og Margrét Jónmundsdóttir. Ingibjörg Emilsdóttir boðaði forföll.
Starfsmenn fundarins voru Aðalsteinn Óskarsson og Róbert Ragnarsson (í síma), sem ritaði fundargerð.
Dagskrá fundarins:
1. Fundargerðir síðustu funda
Fundargerðir 1. og 2. fundar stjórnar Vestfjarðastofu ses. lagðar fram til staðfestingar.
Staðfest samhljóða.
2. Ráðning framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu ses.
Aðalsteinn Óskarsson vék af fundi kl. 14.10 við afgreiðslu málsins.
Greinargerð Hagvangs dags. 18. janúar 2018 lögð fram í trúnaði. Formaður gerði grein fyrir ferli málsins. Stjórn ræddi greinargerðina og mat Hagvangs á umsækjendum.
Stjórn felur formanni, án mótatkvæða, að ganga til samninga við Sigríði Ó. Kristjánsdóttur.
3. Stofnsamþykktir Vestfjarðastofu ses.
Aðalsteinn Óskarsson kom inn á fundinn kl. 15.00.
Breytingar á stofnsamþykktum kynntar, í samræmi við umræðu á síðasta fundi.
4. Starf sviðsstjóra atvinnuþróunar
Umræðu og ákvörðun frestað til næsta fundar.
5. Auglýsing starf verkefnastjóra Vestfjarðastofu ses. á sunnanverðum Vestfjörðum
Stjórn felur framkvæmdastjóra að auglýsa starf verkefnastjóra á sunnanverðum Vestfjörðum, með starfsstöð á Patreksfirði.
6. Fjárhagsáætlun Vestfjarðastofu ses. 2018
Aðalsteinn kynnti tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2018 og rammaáætlun fyrir 2019.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
7. Stofnun og skráning félagsins
Framkvæmdastjóri upplýsir stjórn um stöðuna á stofnun félagsins.
8. Næsti fundur stjórnar
Ákveðið að næsti fundur fari fram föstudaginn 12. febrúar kl. 9.
Fleira var ekki gert og fundi slitið klukkan 15.40.