30. Stjórnarfundur Vestfjarðastofu haldinn í fjarfundi kl. 14:00 þann 22. september 2020
Mætt voru: Hafdís Gunnarsdóttir, formaður, Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Kristján Jón Guðmundsson, Þorsteinn Másson, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Iða Marsibil Jónsdóttir, Kristján G. Jóakimsson og Sigurður Hreinsson Auk þeirra sat fundinn Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri og Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.
Boðuð dagskrá fundarins er sem hér segir:
- Fundargerð 29. stjórnarfundar 18.08.2020
- Skýrsla framkvæmdastjóra
- Fiskeldi hér og nú - Guðrún Anna Finnbogadóttir fer yfir stöðu fiskeldisverkefna
- Beiðni Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipan fulltrúa í stafrænt ráð sveitarfélaga
- Átaks- og áhersluverkefni
- Áhersluverkefni: Sýnileiki Vestfjarða
- Átaksverkefni vegna Covid-19 – Viðburðadagskrá
- Uppbyggingarsjóður Vestfjarða
- Fagráð og úthlutunarnefnd
- Áherslur úthlutunar 2021
- Undirbúningur Fjórðungsþings
- Fjárhagsáætlun FV 2021 - drög
- Fjárhagsáætlun Vestfjarðastofu 2021 - drög
- Drög að ályktunum stjórnar fyrir Fjórðungsþing
- Umsagnir
- Drög að skýrslu starfshóps um stöðu og hlutverk landshlutasamtaka sveitarfélaga
- Önnur mál
Gengið til dagskrár:
- Fundargerð 29. stjórnarfundar 18.08.2020
Lögð fram til staðfestingar fundargerð 29. Stjórnarfundar frá 18. ágúst 2020. Fundargerð staðfest.
Mætt til fundar Guðrún Anna Finnbogadóttir, verkefnastjóri Vestfjarðastofu. - Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri fór yfir starfsemi Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands frá síðasta fundi. Framkvæmdastjóri vakti sérstaka athygli á samantekt varðandi Nýsköpun á Vestfjörðum 2020 og styrkúthlutanir ársins.
Fjallað var um stuðning við umsóknagerð í Matvælasjóð, Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og undirbúning undir úthlutun Uppbyggingarsjóðs.- Fiskeldi hér og nú - Guðrún Anna Finnbogadóttir fór yfir stöðu fiskeldisverkefna sem eru bæði áhersluverkefni Sóknaráætlunar og hafa stuðning úr Byggðaáætlun.
Guðrún Anna vék af fundi.
- Fiskeldi hér og nú - Guðrún Anna Finnbogadóttir fór yfir stöðu fiskeldisverkefna sem eru bæði áhersluverkefni Sóknaráætlunar og hafa stuðning úr Byggðaáætlun.
- Beiðni Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipan fulltrúa í stafrænt ráð sveitarfélaga
Lögð fram beiðni dags. 6. ágúst 2020 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Formaður lagði fram tillögu;
Stjórn FV/Vestfjarðastofu tilnefnir Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra í Bolungarvík sem fulltrúa í Stafrænt ráð sveitarfélaga.
Tillagan samþykkt.
Framkvæmdastjóri kynnti einnig tillögu.
Að skipaður verði starfshópur með fulltrúum allra sveitarfélaga á Vestfjörðum og einnig stafrænt fagráð með starfsmönnum sveitarfélaga. Starfshópurinn og fagráðið verði fulltrúa Vestfjarða í stafrænu ráði sveitarfélaga til stuðnings við miðlun upplýsinga til sveitarfélaganna og mótun skilaboða. Framkvæmdastjóra er falið að kalla eftir tilnefningum sveitarfélaganna eftir fulltrúum í starfshópinn og fagráðið og undirbúa erindisbréf.
Tillagan samþykkt. - Átaks- og áhersluverkefni
- Áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vestfjarða: Sýnileiki Vestfjarða.
Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað um framkvæmd verkefnisins á árinu 2020 og 2021. Fram kemur að framkvæmd verkefnisins þarfnast endurskoðunar vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru. Í meginatriðum verði hætt við sýningar og aðra viðburði þar sem aðilar koma saman. Þess í stað verði samið við fjölmiðlafyrirtækið N4 um gerð sjónvarpsefnis, sem verði sett í sjónvarp og samfélagsmiðla. Efnið nýtist einnig fyrirtækjum og sveitarfélögum í kynningu þeirra og gagnvart þeirra markhópum. Fjárhagsrammi verkefnisins verði óbreyttur.
Tillaga samþykkt. - Átaksverkefni vegna Covid-19 – Viðburðadagskrá
Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað með tillögu að breyttri framkvæmd verkefnisins að beiðni framkvæmdaraðila. Fram kemur að framkvæmd verkefnisins þarfnast endurskoðunar vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru. Í meginatriðum verði hætt við tónleika, matarupplifun á veitingarhúsum og aðra viðburði þar sem aðilar koma saman. Þess í stað verði hafðir fámennari viðburðir sem verða teknir upp og nýttir sem markaðsefni gagnvart öðrum markhóp en verkefnið „Sýnileiki Vestfjarða“. Fleiri staðir teknir inn en áætlað var í upphafi. Rætt um efni tillögunnar og framkvæmdastjóra falið að koma inn ábendingum stjórnar inn í lokaútfærslu verkefnisins.
Tillagan samþykkt.
- Áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vestfjarða: Sýnileiki Vestfjarða.
- Uppbyggingarsjóður Vestfjarða
- Fagráð og úthlutunarnefnd.
Minnisblað lagt fram með tillögu að fulltrúum sem skipa eiga úthlutunarnefnd og fagráð. Framkvæmdastjóra verði falið að hafa samband við fulltrúa og fá samþykki fyrir að þeirra nöfn verði lögð fram í tillögu að fagráðum og úthlutunarnefnd á Fjórðungsþingi að hausti. Tillagan verður að lokum lögð fyrir 65. Fjórðungsþing Vestfirðinga að hausti til samþykktar.
Tillagan samþykkt. - Áherslur úthlutunar Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða fyrir árið 2021
Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað um úthlutun Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða, tímasetningar, námskeið o.fl. Efni minnisblaðs samþykkt.
Framkvæmdastjóri óskaði eftir umræðu um áherslur úthlutunar og hvort taka ætti tillit til áhrifa heimsfaraldurs. Samþykkt að vera með óbreyttar áherslur sem samþykktar voru á 24. stjórnarfundi þann 17. mars 2020
- Fagráð og úthlutunarnefnd.
- Undirbúningur Fjórðungsþings
- Fjárhagsáætlun FV 2021 – drög
Framkvæmdastjóri kynnti tillögu að nýrri framsetningu fjárhagsáætlunar og byggir á framsetningin á tillögu fjárhagsnefndar. Rætt um efni máls og formaður lagði til í lok umræðu að tillagan verði samþykkt. Tillagan samþykkt.
Aðalsteinn kynnti tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 og endurskoðaða tillögu um ráðstöfun eldri styrkja FV m.a. Covid styrkja og almenningssamgangna.
Fjárhagsáætlunin er lögð fram með fyrirvörum um að Fjármálaáætlun 2020-2024 og Fjárlög fyrir árið 2021 hafa ekki verið lögð fram á Alþingi. Formaður lagði til að tillagan um drög að fjárhagsáætlun væri samþykkt og kynnt fjárhagsnefnd FV. Tillagan samþykkt - Fjárhagsáætlun Vestfjarðastofu 2021 – drög
Framkvæmdastjóri gerði að tillögu að framsetning fjárhagsáætlunar Vestfjarðastofu verði hin sama og framsetning Fjórðungssambands. Tillagan samþykkt.
Framkvæmdastjóri kynnti drög að tillögu að fjárhagsáætlun Vestfjarðastofu fyrir árið 2021 sem lögð verði fyrir Fjórðungsþing. Fjárhagsáætlunin er lögð fram með fyrirvörum um að Fjármálaáætlun 2020-2024 og Fjárlög fyrir árið 2021 hafa ekki verið lögð fram á Alþingi.
Formaður lagði til að drög að fjárhagsáætlun væri samþykkt. Tillagan samþykkt. - Drög að ályktunum stjórnar fyrir Fjórðungsþing
- Ályktun um jöfnunarsjóð
- Ályktun um raforkumál
- Tillaga um vinnu í tengslum við Þjóðgarða og náttúruverndarsvæði á Vestfjörðum
- Ályktun um atvinnustarfsemi í brothættum byggðum þar sem nýting svæðisbundinna auðlinda væri kjarni í búsetu s.s. veiðar á grásleppu, nýting sjávargróðurs o.fl.
- Ályktun um samgöngumál. Lögð áhersla á vetrarþjónustu og vegaframkvæmdir á Ströndum.
Drög að umsögnum samþykktar en endanleg gerð verði lögð fyrir stjórn áður þær verði sendar með endanlegri dagskrá þingsins.
- Umsagnir
Lagðar fram umsagnir Fjórðungssambands Vestfirðinga- Drög að skýrslu starfshóps um stöðu og hlutverk landshlutasamtaka sveitarfélaga
Umsögnin var unnin í samráði við önnur landshlutasamtök og kynnt í tölvupósti. Hér með lögð fram til staðfestingar stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga. Umsögn staðfest. - Mál í Samráðsgátt stjórnvalda
- (útboð lífmassa). Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fiskeldi nr 71/2008. Mál S-171/2020. Mál kynnt í tölvupósti og lagt fram til staðfestingar stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga. Umsögn staðfest
- (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. Mál S-172/2020. Mál kynnt í tölvupósti og lagt fram til staðfestingar stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga. Umsögn staðfest.
- (veiðstjórn grásleppu) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða o.fl. Mál S-173/2020. Mál kynnt í tölvupósti og lagt fram til staðfestingar stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga. Umsögn staðfest.
- (Atvinnu og byggðakvótar) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða 116/2006. Mál S-175/2020. Mál kynnt í tölvupósti og lagt fram til staðfestingar stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga. Umsögn staðfest.
- Önnur mál
- Styrkir til verkefna á sviði almenningssamgangna
Sótt var um í ágúst s.l. um framlög úr verkefni Byggðaáætlunar A10 - Almenningssamgöngur um allt land. Alls voru sendar fimm umsóknir um verkefni, fjögur verkefni voru samþykkt eða sem hér segir í tilkynningu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis þann 18. september s.l..
- Styrkir til verkefna á sviði almenningssamgangna
- Drög að skýrslu starfshóps um stöðu og hlutverk landshlutasamtaka sveitarfélaga
- Fjárhagsáætlun FV 2021 – drög
- Efling þjónustu og atvinnusóknar á norðanverðum Vestfjörðum. Vestfjarðastofa ses. hlýtur styrk til að efla almenningssamgöngur til og frá Flateyri með það að markmiði að bæta þjónustu við íbúa á Flateyri, en horfa jafnframt til samlegðaráhrifa fyrir nágrannabyggðarlögin Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Verkefnið er styrkt um kr. 1.000.000 árið 2020 og kr. 3.200.000 á ári 2021-2023. Samtals kr. 10.600.000.
- Sambíllinn. Vestfjarðastofa ses. hlýtur styrk til að greina möguleika þess að efla almenningssamgangnaakstur með því að nýta þjónustu sem þegar er í boði, s.s. skólaakstur og þjónustuakstur. Verkefnið er styrkt um kr. 3.000.000.
- Pöntunarakstur. Vestfjarðastofa ses. hlýtur styrk til að koma upp akstri til og frá Reykhólahreppi og Drangsnesi og tengja samgönguneti almenningssamgangna. Verkefnið er styrkt um kr. 1.000.000 árið 2020 og kr. 2.700.000 á ári 2021-2023. Samtals kr. 9.100.000.
- Pöntunarakstur. Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur hafa í samstarfi við fyrirtæki í sveitarfélögunum byggt upp almenningssamgöngur á milli byggðarlaga og vilja auka sveigjanleika kerfisins. Vestfjarðarstofa ses. hlýtur styrk til að koma á pöntunarþjónustu með aðilum sem hafa til þess bær leyfi. Verkefnið er styrkt um kr. 200.000 árið 2020 og kr. 1.500.000 á ári, árin 2021-2023. Samtals kr. 4.700.000.
Stjórn þakkar starfsmönnum fyrir þennan árangur.
Engin önnur mál komu fram, en formaður gerði að tillögu liðurinn „Önnur mál“ yrði ekki settur á dagskrá nema að stjórnarmenn óskuðu eftir að taka mál á dagskrá undir þeim lið, í framhaldi af boðun stjórnarfundar.
Formaður þakkaði síðan fyrir góðan fund og sleit fundi kl 16.15.