Fara í efni

Fundargerð 31. fundar stjórnar Vestfjarðastofu

27.10.2020 14:00

Fundargerð 31. stjórnarfundar Vestfjarðastofu, haldinn í fjarfund, kl 14.00 þriðjudaginn 27. október 2020  

Mætt voru:  Hafdís Gunnarsdóttir, formaður, Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Kristján Jón Guðmundsson, Þorsteinn Másson, Iða Marsibil Jónsdóttir, Kristján G. Jóakimsson og Þórir Guðmundsson. Auk þeirra sat fundinn Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri og Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

Boðuð dagskrá fundarins er sem hér segir:

  1. Fundargerð 30. stjórnarfundar 22.09.2020
  2. Skýrsla framkvæmdastjóra
  3. Verklag við gerð starfsáætlunar
  4. Þátttökugjöld Vestfjarðaleiðarinnar 2020
  5. Sóknaráætlun Vestfjarða. Rammi úthlutana 2021
    1. Uppbyggingarsjóður
    2. Áhersluverkefni
  6. Umsóknir í verkefni C1 í Byggðaáætlun  
  7. Þinggerð og ályktanir 65. Fjórðungsþings Vestfirðinga
  8. Lagt fram til kynningar
      1. Fundargerð 2. fundar fagráðs ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum
      2. Fundargerð 63 fundar stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál
      3. Fundargerð 9. fundar Byggðamálaráðs
      4. Fundargerð 888. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
      5. Fundargerð 13. fundar SSNE – 16. september 2020
        https://www.ssne.is/is/fundargerdir/stjorn-ssne/fundargerd-stjorn-ssne-13-fundur-16-september-2020
      6. Fundargerð 58. fundar stjórnar SSNV 1. september 2020
        http://www.ssnv.is/static/files/Mappa/SSNV/fundergerdir_stjornar/2020/fundargerd-58.-fundar-stjo-rnar-ssnv-1.-september-2020.pdf
      7. Umsagnir
        1. Fjárlagafrumvarpið 2021
        2. Þingsályktun um fjármálastefnu 2021-2025
        3. Umsagnagerð - Þingmálaskrá 151. Löggjafarþing 2020-2021
        4. Önnur mál

Formaður kynnti að þetta væri fyrsti fundur nýrrar stjórnarmanna sem kjörnir hefðu verið á 65. Fjórðungsþingi Vestfirðinga. Þórir Guðmundsson, Ísafjarðarbæ komi inn sem nýr aðalmaður í stjórn Vestfjarðastofu um leið og Sigurður Hreinsson gengur úr stjórn.  Formaður bauð Þóri hjartanlega velkominn til starfa í stjórn og þakkaði Sigurði Hreinssyni samstarfið á liðnum árum. Nánar verður farið yfir kjör í stjórn og nefndir Fjórðungssambandsins í 7. lið dagskrár.

Formaður kynnti að Hólmfríður Vala Svavarsdóttir væri forfölluð og varamaður hennar hefði forfallast rétt fyrir fundinn og því ekki hægt að boða varamann í hennar stað.

Gengið til dagskrár:

1. Fundargerð 30. stjórnarfundar 22.09.2020
Fundargerð 30. Stjórnarfundar frá 22. September 2020 lögð fram til staðfestingar. Fundargerðin hafði áður verið staðfest með tölvupósti. Fundargerð borinn upp og staðfest.

Sviðsstjóri bar upp tillögu um að teknar væru upp rafrænar undirskriftir á fundargerðum stjórnar. Formaður bar upp tillögu sviðsstjóra. Tillagan samþykkt

 2. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri kynnti munnlega skýrslu stjórnar.

3. Verklag við gerð starfsáætlunar
Framkvæmdastjóri kynnti minnisblað til stjórnar, með tillögum að verklagi um vinnu að starfsáætlun Vestfjarðastofu fyrir árið 2021, með röðun funda með aðkomu stjórnar, starfsmanna, fagráðum, félögum atvinnurekenda og bæjar og sveitarstjórnum. Miðað er við að starfsáætlun verði lögð fyrir stjórn á fundi þann 8. desember n.k..

Rætt um efni minnisblaðs og uppröðun funda. Samþykkt efni minnisblaðs en byrjað verði með upphafsfundi stjórnar og starfsmanna 11. nóvember n.k..

4. Þátttökugjöld Vestfjarðaleiðarinnar 2020
Framkvæmdastjóri kynnti minnisblað um þátttökugjöld varðandi aðild að verkefninu Vestfjarðaleiðin sem komi til viðbótar árgjaldi að Markaðsstofu Vestfjarða, en um 40 fyrirtæki hafa samþykkt aðild að verkefninu. Tillagan er sett fram í ljósi heimsfaraldurs kórónuveiru, að fresta innheimtu þátttökugjalds til ársins 2021. Tillagan samþykkt.

5. Sóknaráætlun Vestfjarða. Rammi úthlutana 2021

a. Uppbyggingarsjóður
Lögð fram tillag um ramma úthlutunar fyrir Uppbyggingarsjóð Vestfjarða, tillagan skoðast í samhengi við tillögu um áhersluverkefni

b. Áhersluverkefni
Lögð fram tillaga um ramma úthlutunar fyrir áhersluverkefni 2021 tillagan skoðast í samhengi við tillögu um úthlutun í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða.

Rætt um efni tillagna í samhengi. Í ljósi umræðu á fundinum gerði formaður tillögu um að færa fjármagn í áhersluverkefnum 7,5 mkr til úthlutunar Uppbyggingarsjóð til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Engin ný áhersluverkefni verði tekinn upp á árinu 2021 né verði endurskoðuð samþykkt áhersluverkefna frá síðasta ári og ná til áranna 2021 og 2022.  Tillaga um skiptingu fjármagns verði sem hér segir.

Grunnframlög til Sóknaráætlunar árið 2021 Upphæð
Framlag ráðuneyta 97.848.443
2% skerðing  -1.956.969
Samtals 95.891.474


Samkvæmt samningi Fjórðungssambands Vestfirðinga, Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytis leggja sveitarfélög á Vestfjörðum árlega kr 9.900.000,- til Sóknaráætlunar Vestfjarða 2020-2024. Framlagið er tilgreint sem áhersluverkefni í menningarmálum og er bundið við stöðugildi menningarfulltrúa. Framlagið er því utan skiptingu grunnframlags sem kemur frá ráðuneytum. 

Ráðstöfun grunnframlags árið 2021

Upphæð

Hlutfall

Uppbyggingarsjóður

58.500.000

61%

Áhersluverkefni

26.500.000

28%

Umsýsla samnings

10.891.474

11%

Samtals

95.891.474

100%

Einn aðili sem fékk úthlutun í menningarverkefni 2020 hefur hætt við verkefnið, eða sem nemur kr 100.000,- og er þeirri fjárhæð endurúthlutað til menningarverkefna 

Úthlutun Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða fyrir árið 2021 nemi kr 58.600.000 og skiptist sem hér segir.

  • Menningarverkefni, - 17.100.000 kr. Þar af er 1.600.000 kr. þegar ráðstafað í langtímaverkefni sem nær til ársins 2022. Alls til úthlutunar 2021 - 15.500.000 kr.  
  • Atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkur - 24.500.000 kr. Þar af er 2.000.000 kr. þegar ráðstafað í langtímaverkefni sem nær til ársins 2021. Alls til úthlutunar 2021 - 22.500.000 kr.  
  • Stofn - og rekstrarstyrkir til menningarstofnana - 17.000.000 kr. Þar af er 7.000.000 kr. þegar ráðstafað í langtímaverkefni sem ná allt til ársins 2022.   
    Alls til úthlutunar 2021 - 10.000.000 kr. 

Úthlutun áhersluverkefna fyrir árið 2021 nemi kr 26.500.000,-, öll verkefni verða unnin hjá Vestfjarðastofu

Áhersluverkefni 

 Árið 2021

Árið 2022

Sýnilegri Vestfirðir

7.500.000

7.500.000

Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar 

7.500.000

7.500.000

Visit Westfjords  

5.500.000

5.500.000

Hringvegur 2 

6.000.000

6.000.000

Samtals

26.500.000

26.500.000

Tillaga borin upp og samþykkt. 

Framkvæmdastjóri kynnti að stjórnir landshlutasamtaka hefðu ályktað um takmarkað fjármagn sem rynni til sóknaráætlana og lagði fram drög að ályktun. Rætt um efni ályktunar og eftirfarandi ályktun samþykkt.

Stjórn Vestfjarðastofu vekur athygli á því að 2020 er fyrsta ár nýs samningstímabils sóknaráætlana. Sóknaráætlunum er ætlað að skapa vettvang til að landshlutarnir geti varið fjármagni til verkefna sem þau meta mikilvæg til þróunar atvinnu- og mannlífs á svæðunum. Strax á þessu fyrsta ári má segja að forsendur Sóknaráætlana hafi að verulegu leyti brostið vegna Covid-19 faraldursins.

Við lok fyrstu bylgju faraldursins fékkst viðbótarstuðningur inn í sóknaráætlanir og skal það þakkað. Vandinn er hins vegar mjög stór. Til dæmis hafa söfn, setur og aðrar menningarstofnanir misst verulegan hluta af tekjum sínum á þessu ári og í raun ekkert komið í staðinn. Þeir fjármunir sem eru til ráðstöfunar í uppbyggingarsjóðum hrökkva afar skammt til að brúa það bil.

Stjórn Vestfjarðastofu hvetur Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til þess að draga ekki úr framlögum í Sóknaráætlun líkt og gert er ráð fyrir í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2021. Stjórn Vestfjarðastofu leggur til að fjármagn til sóknaráætlana verði stóraukið til að þær fái aukinn slagkraft til að sporna við áhrifum heimsfaraldurs og metnaðarfull markmið áætlananna náist.

Þá hvetur stjórn mennta og menningarmálaráðherra til þess að nýta farveg Sóknaráætlunar til að efla menningarmál víða um land á þessum erfiðu tímum.

Einnig hvetur stjórn Vestfjarðastofu, Umhverfis og auðlindaráðherra til að bregðast við kalli landshlutasamtaka sveitarfélaga um aukið vægi umhverfis- og loftslagsmála í Sóknaráætlun með fjárframlagi.

Stjórn hvetur síðan Alþingi til að taka þessar tillögur til umfjöllunar í umræðu um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2021 og þingsályktun um fjármálastefnu 2021-2025.

6. Umsóknir í verkefni C1 í Byggðaáætlun 
Framkvæmdastjóri kynnti að leitað hafi verið til sveitarfélaga á Vestfjörðum þann 16. október s.l., varðandi hugmyndir að verkefnum í C1 verkefni í Byggðaáætlun 2018-2023. Svör hefðu komið frá Ísafjarðabæ og Bolungarvíkurkaupstaðar alls um þrjár tillögur og framkvæmdastjóri kynnti að auki hugmyndir að tveim tillögum.   

  • Ísafjarðarbær – Sólsetur  – gögn frá Ísafjarðarbæ  
  • Bolungarvíkurkaupstaður – Bolafjall þróunarfélag  – gögn frá Bolungarvíkurkaupstað  
  • Bolungarvíkurkaupstaður – Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar  
  • Framkvæmdastjóri – Fjárfestingaátak  
  • Framkvæmdastjóri – Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar 

Rætt um framlagðar tillögur og í ljósi umræðu gerði formaður tillögu að þrem verkefnum sem send yrðu inn til umsóknar í C1 verkefni.

  • Sólsetur   
  • Bolafjall þróunarfélag   
  • Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar  

Tillagan samþykkt.

7. Þinggerð og ályktanir 65. Fjórðungsþings Vestfirðinga

Aðalsteinn kynnti að þinggerð væri í lokafrágangi.
Niðurstöður kosninga í stjórnir og nefndir voru sem hér segir;

Aðalmenn

Varamenn

Hafdís Gunnarsdóttir, Ísafjarðarbæ

Marzelíus Sveinbjörnsson, Ísafjarðarbæ

Þórir Guðmundsson, Ísafjarðarbæ

Nanný Arna Guðmundsdóttir, Ísafjarðarbæ

Kristján Jón Guðmundsson, Bolungarvíkurkaupstað

Samúel Kristjánsson, Súðavíkurhreppi

Iða Marsibil Jónsdóttir, Vesturbyggð

Lilja Magnúsdóttir, Tálknafjarðarhreppi

Jóhann Ösp Einarsdóttir, Reykhólahreppi

Guðfinna Lára Hallvarðsdóttir, Strandabyggð

 
Formaður stjórnar var kjörinn Hafdís Gunnarsdóttir, Ísafjarðarbæ fyrir tímabilið 2020-2021 en Jóhanna Ösp Einarsdóttir, fyrir tímabilið 2021 til 2022. 

Formaður kynnti að kjósa yrði nú varaformann úr röðum aðalmanna, tillaga kom fram um Jóhönnu Ösp Einarsdóttur. Tillagan samþykkt.

Samgöngu og fjarskiptanefnd

Aðalmenn

Varamenn

Iða Marsibil Jónsdóttir, Vesturbyggð

Marzellíus Sveinbjörnsson, Ísafjarðarbæ

Bjarnveig Guðbrandsdóttir, Tálknafjarðarhreppi

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, Vesturbyggð

Sigurður Jón Hreinsson, Ísafjarðarbæ

Sif Huld Albertsdóttir, Ísafjarðarbæ

Jón Gísli Jónsson, Strandabyggð

Arinbjörn Bernharðsson, Árneshreppi

Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, Bolungarvíkurkaupstað

Samúel Kristjánsson, Súðavíkurhreppi


Formaður samgöngu og fjarskiptanefndar var kjörinn Iða Marsibil Jónsdóttir, Vesturbyggð og varamaður hennar verði Marzellíus Sveinbjörnsson, Ísafjarðarbæ

Samþykkt var breyting á samþykktum Fjórðungsambandsins og þingsköpum um kosningu fjárhagsnefndar og var kosið til nefndarinnar samkvæmt þessum nýju ákvæðum.

Löggiltur endurskoðandi var kosinn Endurskoðun Vestfjarða ehf. 

Formaður bauð nýja nefndarmenn velkomna til starfa.

Fjárhagsáætlun FV fyrir árið 2021 var afgreidd sem hér segir;

Meginbreyting frá tillögu stjórnar er að þingið samþykkti að ekki yrði innheimt lífeyrishækkun fyrrverandi starfsmanna  Fjórðungssambandsins, sem innheimt er mánaðarlega af LSR, leiðir það til lækkunar tekna í deild rekstur skrifstofu úr 18,1 mkr í 10,2 mkr. Samsvarandi er lækkun árstillags sveitarfélaga til FV og nemi það á árinu 2021, 37,4 mkr. Aðrar tekjur og útgjöld verði óbreytt, þannig nemi rekstrartekjur 268,9 mkr en rekstargjöld 276,4 mkr og rekstarhalli 7,5 mkr.

Rekstarhalla verði mætt með lækkun eiginfjár en samkvæmt ársreikningi Fjórðungssambandsins fyrir árið 2019 nemur eigið fé sambandsins um 43,5 mkr og ekki er gert ráð fyrir að taprekstur verði á árinu 2020. Svigrúm er því að mæta lækkun tekna með lækkun eiginfjár sambandsins. 

Sviðsstjóri kynnti tillögur að á framkvæmd á ályktunum Fjórðungsþings, vísast til fundargagna þar sem tillögurnar hafa verið teknar saman í eitt skjal.  Önnur atriði þingsins er vísað til næsta stjórnarfundar þegar þinggerð verður tilbúin.

8. Lagt fram til kynningar

a) Fundargerð 2. fundar fagráðs ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum
Lagt fram til kynningar.
b) Fundargerð 63 fundar stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál
Lagt fram til kynningar
b) Fundargerð 9. fundar Byggðamálaráðs
Lagt fram til kynningar
c) Fundargerð 888. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar
d) Fundargerð 13. fundar SSNE – 16. september 2020
https://www.ssne.is/is/fundargerdir/stjorn-ssne/fundargerd-stjorn-ssne-13-fundur-16-september-2020

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð 58. fundar stjórnar SSNV 1. september 2020 
http://www.ssnv.is/static/files/Mappa/SSNV/fundergerdir_stjornar/2020/fundargerd-58.-fundar-stjo-rnar-ssnv-1.-september-2020.pdf

Lagt fram til kynningar

9. Umsagnir

a) Fjárlagafrumvarpið 2021 – umsögn
Lögð fram umsögn til fjárlaganefndar Alþingis vegna frumvarps um fjárlög 2021. Umsögnin var samþykkt í tölvupósti og er lögð fram til kynningar.

b) Þingsályktun um fjármálastefnu 2021-2025
Umsögn um fjármálastefnu 2021-2025 fylgir umsögn um frumvarp til fjárlaga 2021.

c) Umsagnagerð - Þingmálaskrá 151. Löggjafarþing 2020-2021
Lögð fram til kynningar þingmálaskrá ríkisstjórnar fyrir 151. löggjafarþing 2020-2021. Sviðsstjóri fór yfir líkleg mál sem kæmu til kasta Fjórðungssambands og eða Vestfjarðastofu og eins yrði að taka afstöðu til hvort sett verði vinna í gerð umsagnar. Sviðsstjóri fór einnig yfir mál sem væru til upplýsingar fyrir stjórn,  en eðlilegt að aðrir aðilar tækju til umfjöllunar s.s. sveitarfélög á Vestfjörðum, Samband íslenskra sveitafélaga eða aðilum atvinnulífs.  

Formaður gaf orðið laust. Fram kom að áhersla yrði lögð á þingmál umhverfis og auðlindaráðherra, mikilvægt væri að sveitarfélög á Vestfjörðum stilltu saman strengi varðandi friðun svæða. Taka yrði til skoðunar á nýju gerð svæðisskipulags fyrir Vestfirði sem viðbragð sveitarfélaga í þessum efnum.

Formaður lagði til að stjórn fari yfir efni þingmálaskrár og sendi sínar ábendingar til sviðsstjóra og framkvæmdastjóra. 

10. Önnur mál
Samskiptaáætlun stjórnar – framkvæmdastjóra falið að stilla upp tillögu að samskiptaáætlun stjórnar fram til vors. Þar verði gert ráð fyrir fundum með sveitarstjórnum á Vestfjörðum samkvæmt samþykktum Fjórðungssambandsins, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða með vísan til reglugerðar um heilbrigðisstofnanir auk fleiri aðila.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 15.55.