35. Stjórnarfundur Vestfjarðastofu haldinn í fjarfundi þann 29. mars 2021 kl 14.00.
Mætt voru: Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Kristján Jón Guðmundsson, Iða Marsibil Jónsdóttir, Kristján G. Jóakimsson, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir og Þórir Guðmundsson. Auk þeirra sat fundinn Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri og Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.
Í upphafi fundar lagði framkvæmdastjóri fram tölvupóst Þorsteins Mássonar, stjórnarmanns dags. 24. Febrúar 2021, um að hann segi sig úr stjórn Vestfjarðastofu vegna komandi [nýrra] verkefna. Samkvæmt stjórnarkjöri ársfundar Vestfjarðastofu 24. Maí 2020 væri varamönnum stjórnar raðað upp sæti og er fyrsti varamaður stjórnar Vestfjarðastofu Shiran Þórisson, Arcitc Fish, á grunni þessa tekur Shiran sæti í stjórn Vestfjarðastofu í stað Þorsteins Mássonar.
Framkvæmdastjóri lagði fram bréf dags 24. mars 2021, frá Hafdísi Gunnarsdóttur, formanni stjórnar um að hún hafi sagt sig úr bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þar sem nýtt starf hennar sem sviðstjóra hjá Ísafjarðarbæ samræmdist ekki starfa hennar að sveitarstjórnarmálum. Samhliða þessu segir hún sig einnig frá starfi formanns Fjórðungssambands Vestfirðinga og formanns Vestfjarðastofu. Samkvæmt kosningu í varastjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga á 65. Fjórðungsþingi Vestfirðinga 10. október 2020 var Marzelíus Sveinbjörnsson, Ísafjarðarbæ kosinn sem hennar varamaður og um leið varamaður í stjórn Vestfjarðastofu. Marzelíus tekur því sæti Hafdísar í stjórn Vestfjarðastofu.
Mættir til fundar Marzelíus Sveinbjörnsson og Shiran Þórisson.
Framkvæmdastjóri kynnti að þar sem enginn varaformaður hefði verið kosinn í stjórn Vestfjarðastofu eftir síðasta ársfund, hefði hún leitað til varaformanns stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga Jóhönnu Aspar Einarsdóttur varðandi undirbúning stjórnarfundar, enda tæki Jóhanna við sem formaður í stjórn Fjórðungsambandsins við úrsögn Hafdísar úr stjórn sambandsins. Vísaði framkvæmdastjóri til vinnulags sem viðhaft var þegar formaður stjórnar Vestfjarðastofu og stjórnar Fjórðungssambandsins var ekki endurkjörin á 63. Fjórðungsþingi í byrjun október 2018. Fyrsti stjórnarfundur í Vestfjarðastofu var ekki haldinn fyrr en um miðjan nóvember og var undirbúningur fundarins unnin í samstarfi við nýkjörinn formann stjórnar Fjórðungssambandsins. Við þetta verklag hefði verið gerð athugasemd nú og óskaði framkvæmdastjóri eftir nánari leiðbeiningum stjórnar um verklag.
Framkvæmdastjóri þakkaði Hafdísi og Þorsteini fyrir þeirra störf fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga og Vestfjarðastofu.
Boðuð dagskrá.
- Kosningar og stjórnarsetur:
- Formaður og varaformaður Fjórðungssambands Vestfirðinga
- Formaður og varaformaður Vestfjarðastofu
- Stjórn Bláma
- Skipulag Fjórðungsþing og ársfundar Vestfjarðastofu 2021
- Ársreikningur Vestfjarðastofu
- Ársreikningur Fjórðungssambands Vestfirðinga
- Skýrsla framkvæmdastjóra – flutt munnlega á fundinum
- Landsskipulag
- Lagt fram til kynningar
- Fundargerð stækkaðrar Samgöngunefndar FV 1. mars 2021 – í gögnum fundar
- Fundargerð 160. fundar stjórnar SSV 29. janúar 2021 - https://ssv.is/wp-content/uploads/2021/03/160-fundur-stjornar-SSV-fundargerd.pdf
- Fundargerð 64. fundar stjórnar SSNV 2. mars 2021 - http://www.ssnv.is/is/moya/news/category/2/fundargerd-64-fundar-stjornar-ssnv-2-mars-2021
- Fundargerð – Stjórn SSNE 24. febrúar 2021 - https://www.ssne.is/is/fundargerdir/stjorn-ssne/fundargerd-stjorn-ssne-23-fundur-24-februar-2021
- 767. stjórnarfundur SSS. 17. mars 2021 - https://sss.is/blog/fundir/767-stjornarfundur-sss-17-mars-2021/
- 521. fundur stjórnar SSH 1. mars 2021- http://ssh.is/images/stories/fundargerdir_stjornar/2021_/Stj%C3%B3rn_SSH_521_fundur_2021_03_01.pdf
- Umsagnir:
- Afgreiddar umsagnir til Alþingis
i. Þjóðferjuleiðir, mál 137
ii. Hagkvæmni strandflutninga, mál 268
iii. Stefna um móttöku skemmtiferðaskipa, mál 372
iv. Flutningur RARIK, mál 379
b. Umsagnarbeiðnir
i. Loftferðarammi, skiplagsmál flugvalla, mál 586.
Í ljósi stöðu formanns stjórnar þá tók framkvæmdastjóri við stjórn fundarins og gengið var til dagskrár.
- Fundargerð 34. stjórnarfundar Vestfjarðastofu, 24. mars 2021.
Fundargerð lögð fram til staðfestingar en hafði áður verið samþykkt í tölvupósti. Fundargerð staðfest. - Kosningar og stjórnarsetur:
- Formaður og varaformaður Fjórðungssambands Vestfirðinga (samþykkt að fresta dagskrárliðnum þar til síðar á fundinum)
- Formaður og varaformaður Vestfjarðastofu
Til máls tók Shiran Þórisson, lýsti hann áhuga að bjóða sig fram í sæti formanns í stjórnar Vestfjarðastofu. Lagði hann áherslu á aukin tengsl við atvinnulífið í starfsemi Vestfjarðastofu. Starfsemin hefði þróast frá upphafi stofnunar Vestfjarðastofu og nú væri komið að formennsku úr stjórnarhluta atvinnulífs.
Til máls tók Jóhanna Ösp Einarsdóttir, lýsti hún þeirri tillögu sinni að kosningu formanns yrði frestað fram yfir ársfund Vestfjarðastofu en fara yrði fyrir fundinn í endurskoðun á samþykktum Vestfjarðastofu m.a. um kjör formanns og varaformanns. Hún lýsti því einnig að hún hefði áhuga á að sækjast eftir formennsku stjórnar Vestfjarðastofu að aflokum ársfundi.
Til máls tóku Kristján Jón Guðmundsson, Iða Marsibil Jónsdóttir, Kristján G Jóakimsson, Þórir Guðmundsson
Shiran tók að nýju til máls og kynnti að hann myndi styðja tillögu um að Jóhanna tæki sæti formanns en biði sig samhliða fram í sæti varaformanns, eins styddi hann tillögu um endurskoðun samþykkta.
Til máls tóku Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Kristján Jón Guðmundsson, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Þórir Guðmundsson. Fram kom frá Jóhönnu að hún biði sig fram í sæti formanns en fara yrði í endurskoðun samþykkta Vestfjarðastofu.
Framkvæmdastjóri lagði fram í ljósi umræðu á fundinum eftirfarandi tillögu.
- Jóhanna Ösp Einarsdóttir, formaður
- Shiran Þórisson, varaformaður
- Hafin verði endurskoðun á samþykktum Vestfjarðastofu .
Tillagan borinn upp og samþykkt.
Jóhanna Ösp nýr formaður stjórnar tók við stjórn fundarins, hún tók undir þakkir framkvæmdastjóra til Hafdísar og Þorsteins fyrir þeirra störf í þágu Vestfjarða.
c) Stjórn Bláma
Formaður lagði fram tillögu að Kristján Jón Guðmundsson varamaður í stjórn Bláma tæki sæti Hafdísar en formaður hefði einnig samband við aðra stjórnarmenn í Bláma um framtíðar fyrirkomulag á samþykktum Bláma. Tillagan borinn upp og samþykkt.
3. Skipulag Fjórðungsþing (frestað til síðar á fundinum) Ársfundur Vestfjarðastofu 2021
Framkvæmdastjóri kynnti að tillaga hefði komið fram að ársfundur verði haldinn á Reykhólum eða nágrenni Reykhóla, þann 29. apríl n.k., en í ljósi aukinna samkomutakmarkanna vegna Covid 19 sem settar voru á í síðustu viku og samþykkt stjórnar um endurskoðun samþykkta, þá legði hún til að ársfundi verði frestað til 20. maí n.k. og fundurinn verði haldinn á Reykhólum eða nágrenni.
Tillagan borinn upp og samþykkt.
4. Ársreikningur Vestfjarðastofu
Framkvæmdastjóri lagði fram til kynningar drög að ársreikningi Vestfjarðastofu 31. desember 2020 ásamt skýringum. Til máls tóku Jóhanna, Shiran og Kristján G.
Stjórn vísar umræðu um ársreikning til næsta stjórnarfundar sem boðaður verði um miðjan næsta mánuð.
5. Ársreikningur Fjórðungssambands Vestfirðinga (færist síðar á dagskrá).
6. Skýrsla framkvæmdastjóra – flutt munnlega á fundinum
7. Landsskipulag
Lagt fram til kynningar og til máls tók Aðalsteinn.
Formaður lagði til nýjan dagskrárlið; endurskoðun samþykkta Vestfjarðastofu.
Tillagan samþykkt.
8. Endurskoðun samþykkta Vestfjarðastofu.
Formaður lagði fram tillögu.
Hafin verði endurskoðun á samþykktum Vestfjarða og tillaga að breytingum verði lögð fyrir ársfund Vestfjarðastofu þann 20. maí n.k., unnið yrði að verkefninu samhliða og endurskoðun á samþykktum Fjórðungssambands Vestfirðinga færi fram.
Formaður kynnti að unnið væri að endurskoðun samþykkta Fjórðungssambands Vestfirðinga og að eðlilegt væri að endurskoða samþykktir Vestfjaraðstofu samhliða. Í starfshóp til endurskoðunar á samþykktum Vestfjarðastofu verða Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Kristján Jón Guðmundsson og Shiran Þórisson.
Tillagan samþykkt.
Formaður óskaði eftir fulltrúa Vestfjarðastofu í endurskoðun samþykkta.
Shiran Þórisson bauð sig fram til starfans, ekki komu fram fleiri tillögur og tilnefning Shirans samþykkt.
Formaður kynnti að hún og Hafdís Gunnarsdóttir hefðu verið tilnefndar til endurskoðunar á samþykktum Fjórðungssambands Vestfirðinga. Við úrsögn Hafdísar úr stjórn Fjórðungssambandsins yrði að fá nýjan fulltrúa úr stjórn Fjórðungssambandsins.
Kristján Jón Guðmundsson, bauð sig fram til starfans, ekki komu fram fleiri tillögur og tilnefning Kristjáns samþykkt.
Formaður kynnti að sviðsstjóri byggðþróunar myndi vinna með hópnum.
Kl. 15.20 Shiran, Kristján G, Hólmfríður Vala og Ágústa véku af fundi og við tók fundur í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga.
9. Kosningar og stjórnarsetur Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, var á stjórnarfundi Fjórðungssambandsins að afloknu 65. Fjórðungsþingi Vestfirðinga í október 2020, kjörin varaformaður stjórnar í stjórn Fjórðungssambandsins og tæki nú við sæti formanns við úrsögn Hafdísar Gunnarsdóttur úr stjórn.
Jóhanna hefði einnig tekið við sæti formanns í stjórn að afloknu 66. Fjórðungsþingi Vestfirðinga, haust samkvæmt niðurstöðu kosninga á 65. Fjórðungsþingi Vestfirðinga. Jóhanna mun því skipa sæti formanns stjórnar Fjórðungssambandsins til loka kjörtímabils haustið 2022.
Formaður óskaði eftir tillögum að nýjum varaformanni stjórnar Fjórðungssambandsins. Kristján Jón Guðmundsson lýsti áhuga á að bjóða sig fram í sæti varaformanns. Ekki komu fram fleiri tillögur og samþykkt einróma þessi skipan Kristjáns.
10. Skipulag Fjórðungsþings Vestfirðinga 2021
Formaður vísaði til tillögu frá 34. stjórnarfundi Vestfjarðastofu um að 66. Fjórðungsþing Vestfirðinga, vor verði haldinn á Reykhólum eða nágrenni Reykhóla, þann 29. apríl n.k.. Í ljósi aukinna samkomutakmarkanna vegna Covid 19 sem settar voru á í síðustu viku og samþykkt stjórnar um endurskoðun samþykkta, þá legði hún til að ársfundi verði frestað til 20. maí n.k. og þingið verði haldið á Reykhólum eða nágrenni.
Tillagan borinn upp og samþykkt.
11. Ársreikningur Fjórðungssambands Vestfirðinga
Lögð fram drög að ársreikningi Fjórðungssambands Vestfirðinga 31. desember 2020. Sviðsstjóri fór yfir niðurstöður rekstar og efnahags og skýringa með reikningum. Hann fór einnig yfir stöðu óráðstafaðra styrkja fyrra árs og drög að tillögum að ráðstöfun þeirra innan endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.
Formaður gerði tillögu um að vísa ársreikningi til umfjöllunar fjárhagsnefndar Fjórðungssambandsins. Stjórn Fjórðungssambandsins í samráði við framkvæmdastjóra og sviðsstjóra vinni tillögu að endurskoðaðri fjárhagsáætlun og leggi einnig fyrir fjárhagsnefnd.
Tillagan samþykkt. Fram kom að Jóhanna Ösp og Hafdís höfðu verið settar í starfshóp til að endurskoða samþykktir Fjórðungssambands. Við brotthvarf Hafdísar úr stjórn bauð Kristján Jón Guðmundsson sig fram í hennar stað í starfshóp um endurskoðun samþykkta Fjórðungssambands Vestfirðinga og var það samþykkt.
12. Lagt fram til kynningar
- Fundargerð stækkaðrar Samgöngunefndar FV 1. mars 2021
- Fundargerð 160. fundar stjórnar SSV 29. janúar 2021 - https://ssv.is/wp-content/uploads/2021/03/160-fundur-stjornar-SSV-fundargerd.pdf
- Fundargerð 64. fundar stjórnar SSNV 2. mars 2021 - http://www.ssnv.is/is/moya/news/category/2/fundargerd-64-fundar-stjornar-ssnv-2-mars-2021
- Fundargerð – Stjórn SSNE 24. febrúar 2021 - https://www.ssne.is/is/fundargerdir/stjorn-ssne/fundargerd-stjorn-ssne-23-fundur-24-februar-2021
- 767. stjórnarfundur SSS. 17. mars 2021 - https://sss.is/blog/fundir/767-stjornarfundur-sss-17-mars-2021/
- 521. fundur stjórnar SSH 1. mars 2021- http://ssh.is/images/stories/fundargerdir_stjornar/2021_/Stj%C3%B3rn_SSH_521_fundur_2021_03_01.pdf
Umsagnir: Afgreiddar umsagnir
Lagðar fram umsagnir um þingmál sem áður hafa verið samþykkt í tölvupósti.
i. Þjóðferjuleiðir, mál 137
ii. Hagkvæmni strandflutninga, mál 268
iii. Stefna um móttöku skemmtiferðaskipa, mál 372
iv. Flutningur RARIK, mál 379
Umsagnarbeiðnir
i. Loftferðarammi, skiplagsmál flugvalla, 586. Samþykkt að senda ekki inn umsögn.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 16.00.