5. Stjórnarfundur Vestfjarðastofu ses.
Fundargerð stjórnarfundar Vestfjarðastofu 13. apríl 2018, haldinn á Hótel Ísafirði og í fjarfundi kl. 12:45.
Mætt voru: Pétur G. Markan, formaður, Ingibjörg Emilsdóttir, Jón Örn Pálsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Sigurður Hreinsson, Kristján Jóakimsson. Í fjarfundi voru Ágústa Ýr Sveinsdóttir og Víkingur Gunnarsson. Hólmfríður Vala Svavarsdóttir boðaði forföll en varamaður hennar Óskar Örn Hálfdánarson gat ekki mætt. Jafnframt sitja fundinn Sigríður Ó. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri, Aðalsteinn Óskarsson sviðsstjóri byggðasviðs og Díana Jóhannsdóttir sviðsstjóri atvinnusviðs sem jafnframt ritar fundargerð.
Pétur G. Markan tekur til máls og býður alla velkomna. Fundur er settur 12:45 og gengið til boðaðrar dagskrár.
- Samruni Atvest og FV – staða
- Samningur við Ferðamálastofu – staða
- Áhersluverkefni sóknaráætlunar
- Starfsáætlun 2018
- Framtíðarsýn og markmið – áframhald vinnu við stefnumótun Vestfjarðastofu
- Önnur mál
Framkvæmdastjóri fór yfir dagskrá fundarins og verkefni sem hafa verið í vinnslu síðan á síðasta stjórnarfundi.
1. Samruni Atvest og FV
Farið yfir mál varðandi samruna og uppgjör.
2. Samningur við Ferðamálastofu
Díana Jóhannsdóttir fer yfir stöðu mála og samning sem liggur fyrir. Stjórnarformaður lýsti yfir ánægju með að samið verði um grunnfjármögnun til þriggja ára. Stjórn samþykkir að veita framkvæmdastjóra leyfi til að ganga frá samningum.
3. Áhersluverkefni Sóknaráætlunar 2018
Aðalsteinn Óskarsson fer yfir vinnuferli við Sóknaráætlun og skiptingu milli uppbyggingarsjóðar og áhersluverkefna.
Sigríður Kristjánsdóttir fór yfir áhersluverkefni sem lögð voru fyrir framkvæmdaráð samráðsvettvangs Sóknárætlunar Vestfjarða á fundi 12. apríl.
Stjórn samþykkir að tillögur framkvæmdaráðs samráðsvettvangs sóknaráætlunar verði sendar stýrineti stjórnarráðsins um byggðamál.
4. Starfsáætlun 2018
Framkvæmdastjóri kynnti starfsáætlun Vestfjarðastofu 2018.
5. Framtíðarsýn og markmið – áframhald vinnu við stefnumótun Vestfjarðastofu
Framkvæmdastjóri fór yfir drög að framtíðarsýn Vestfjarðastofu sem unnin var í sameiningarferlinu. Rætt mikilvægi þess að skerpa framtíðarsýn og hlutverk Vestfjarðastofu.
Stjórn ræðir nauðsyn þess að tryggja faglega vinnu og að ítarleg gögn séu til grundvallar þeirra ákvarðana og stefnu sem eru sett.
Framkvæmdastjóra og starfsfólki falið að vinna áfram áhersluþætti og leggi til hugsanlegar breytingar fyrir næsta stjórnarfund.
6. Önnur mál
a) Starfsháttanefnd: Einn fundur verið haldinn þar sem gögn voru lögð fram og í kjölfarið send ítarlegri gögn til starfsháttanefndar sem stefnir á fund 18. apríl.
b) Afstaða stjórnar Vestfjarðastofu til einstakra mála: Stjórn Vestfjarðastofu tekur ekki beina afstöðu í málefnum þar sem hagsmunir sveitarfélaga á Vestfjörðum stangast á. Í slíkum málum verði sveitarfélögin studd eftir þörfum af starfsmönnum Vestfjarðastofu.
c) Rækjuveiðar: Sigurður Hreinsson leggur fram eftirfarandi bókun: Stjórn Vestfjarðarstofu leggur til að stofnaður verði vinnuhópur á Vestfjörðum sem greini stöðu rannsókna og veiðistjórnunar á öllum innfjarðarækjustofnum við Vestfirði og leggi fram tillögur til breytinga. Vestfjarðastofa bjóði fram krafta sína við að leiða þá vinnu og tengja saman í hóp, sjómenn, fræðimenn og aðra þá aðila sem æskilegt er að taki þátt í verkefninu. Bókun rædd á fundinum og stjórn óskaði frekari gagna.
Ekki var fleira gert og fundi slitið 15:30