Námskeið á vegum Leiða til byggðafestu
Vönduð og hagnýt vefnámskeið fyrir smáframleiðendur matvæla, sem hægt er að taka frá 15. október 2024 til 15. febrúar 2025. Námskeiðin eru hönnuð af Matís sem er stærsta rannsóknafyrirtæki landsins á sviði matvælarannsókna og starfar með stórum og smáum fyrirtækjum í matvælaiðnaði. Starfsfólk Matís hefur áralanga reynslu af rannsóknum á matvælum og leggur ríka áherslu á að miðla þessari þekkingu til matvælaiðnaðar á Íslandi. Matís hefur gefið út upplýsingar fyrir nýja matvælaframleiðendur sem fela m.a. í sér leiðbeiningar til að hefja framleiðslu, dreifingu og sölu.
- Leyfimál, gæðahandbók, innra eftirlit og stofnun fyrirtækja
- Örverur á kjöti
- Slátrun og kjötmat
- Söltun og reyking
- Umbúðamerkingar matvæla og pökkun
- Hráverkun og pylsugerð
- Sögun, úrbeining og marinering
1.febrúar 2025 í Grunnskólanum á Reykhólum - Sögufylgjunámskeið með Inga Hans Jónssyni og Ragnhildi Sigurðardóttur
Bæði Ingi Hans og Ragnhildur hafa langa reynslu í frásögn og miðlun sagna. Á Snæfellsnesi hefur verið stofnað félag um Sögufylgjur. Það eru gríðarleg tækifæri í sögufylgd, þessi grein þarf litla sem enga yfirbyggingu en hefur mikil tekjutækifæri og alveg tilvalin búbót upp til sveita. Þau fara yfir hugmyndafræðina og taka dæmisögu af Snæfellsnesi og almennt yfir sagnamiðlun. Námskeiðið er kennt á bókasafni Grunnskólans að Reykhólum, hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 16:00. Aðgangur ókeypis en skráningar þörf.