17. mars
Viðburðir
Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna
Meginhlutverk sjóðsins er að launa starfsemi þeirra fræðimanna sem starfa sjálfstætt í sinni fræðigrein.
Fyrir hverja?
Sjálfstætt starfandi fræðimenn
Til hvers?
Hægt er að sækja um styrki til að vinna að ritun fræðirita og –greina, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi.
Umsækjendur skulu kynna sér vel handbók sjóðsins fyrir yfirstandandi styrkár áður en umsókn er gerð.
Hverjir geta sótt um?
Rétt til að sækja um starfslaun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi.
Styrkflokkar
Styrkflokkar eru fjórir; starfslaun til þriggja, sex, níu eða tólf mánaða.
Umsóknarfrestur rennur út 17. mars 2025, kl. 15:00.
Nánari upplýsingar á síðu sjóðsins.