Vörumessa MÍ á Vestfjarðastofu
Vörumessa Menntaskólans á Ísafirði verður haldin á morgun 3. apríl kl. 13:30 – 17:00 í húsakynnum Vestfjarðastofu á Ísafirði. Vörumessan er kynning á verkefnum nemenda sem þau hafa unnið í áfanganum Hugmyndir og nýsköpun og er hún vettvangur fyrir unga frumkvöðla, fyrirtæki og samfélagið að þróa nýjar hugmyndir og lausnir á Vestfjörðum. Vörumessan er styrkt af Uppbyggingasjóði Vestfjarða og eru öll velkomin.
02. apríl 2025