Evrópsk ferðaþjónusta rýndi samfélagsáhrif og stefnumótun á ETC Industry Forum í Hörpu
ETC Industry Forum, árlegur vettvangur Evrópska ferðamálaráðsins (ETC), fór fram í Hörpu fimmtudaginn 20. nóvember. Viðburðurinn bar yfirskriftina Tourism and Communities: Building Bridges Amid Unbalanced Growth og safnaði saman fulltrúum ferðamála í Evrópu, sérfræðingum og aðilum úr greininni til að fjalla um stöðu ferðamála, samfélagsleg áhrif og þróun í þágu íbúa.
25. nóvember 2025