Fara í efni

Vesturbyggð - styrkir menningar- og ferðamálaráðs

Menn­ingar- og ferða­málaráð Vesturbyggðar auglýsir eftir styrk­umsóknum

Ráðið afgreiðir styrki fjórum sinnum á ári fyrir verkefni og viðburði á yfirstandandi almanaksári. Umsóknarfrestur er til og með (með fyrirvara um breytingar):

  • 1. febrúar
  • 1. maí
  • 1. september
  • 1. desember

Valgerður María Þorsteinsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi starfar með menningar- og ferðamálaráði og veitir ráðgjöf og upplýsingar varðandi styrki ráðsins á netfanginu muggsstofa@vesturbyggd.is eða í síma 450-2335. Markmiðið með styrkjunum er að stuðla að öflugu menningarlífi og ferðaþjónustu í samvinnu við einkaaðila, félagasamtök og opinberar stofnanir.