Umsögn Fjórðungssambandsins og Vestfjarðastofu um Kerfisáætlun 2020-2029 fjallar um stöðu raforkukerfis og samspil þess við þróun samfélaga og atvinnulífs á Vestfjörðum. Eins er fjallað um áhrif framkvæmdaáætlunar og langtímaáætlunar, sem gera ráð fyrir verulegum úrbótum í afhendingaröryggi á Vestfjörðum. Hinsvegar er lýst vonbrigðum með að ekki næst jafnræði í stöðu Vestfjarða og annarra landshluta. Framkvæmdir fyrir landið í heild munu áfram veita öðrum landshlutum samkeppnisforskot á Vestfirði, þó svo þar dragi saman miðað við stöðu dagsins í dag. Bent er á að samkvæmt þingsályktun Alþingis 26/148, eiga Vestfirðir að vera í forgangi í verkefnum er varða bætt afhendingaröryggi raforku. Telja verður að forgangur feli í sér að ná jafnræði landshluta og því verði jafnræði verði ekki náð fyrr en með tvöföldun Vesturlínu, frá Hrútatungu í Hrútafirði að Mjólká í Arnarfirði.