Sveitarfélögin hafa fengið staðfest að þau hafi náð vottun sjötta árið í röð. Eru þau því með silfurvottun, en til að fá gullvottun þurfa þau að hafa fengið vottun í 10 ár í röð. Náttúrustofa Vestfjarða hefur haft umsjón með Umhverfisvottuninni síðan 2019 og hefur verkefnastjóri verkefnisins tekið saman stöðuskýrslu fyrir árið 2020.
Árlega eru send tölulegar upplýsingar um atriði sem snerta sjálfbæra þróun sveitarfélaganna á Vestfjörðum til áströlsku vottunarsamtakana EarthCheck. Hægt er að fara margar mismunandi leiðir til að auka sjálfbærni í starfi sveitarfélaga. Í vottunarferlinu er gerð krafa um mælanlegar framfarir á ákveðnum sviðum, en skilgreind eru 12 lykilsvið sem krafa er gerð um að mældir séu. Í umhverfisvottunarverkefni sveitarfélaganna er fylgst náið með ákveðnum, skilgreindum þáttum sem eru kallaðir sjálfbærnivísar og eiga að stuðla að bættri frammistöðu . Verkefnaval vegna umhverfisvottunarinnar verður að taka mið af þessum kröfum EarthCheck.
Samkvæmt verkefnastjóra hefur EarthCheck gefið fyrirtækjum á Vestfjörðum leyfi til að setja í undirskrift sína að þau starfi í umhverfisvottuðu samfélagi. Sveitarfélögin mega einnig setja í undirskrft sína merki um að þau séu með silfurvottun fyrir árið 2021.
Skýrsluna er að finna bæði á síðu Vestfjarðastofu og einnig á síðu Náttúrustofu Vestfjarða