Leikskólinn Eyrarskjól - Leikskólakennari/Leiðbeinandi
Hefur þú gaman að börnum?
Finnst þér gaman að leika þér með leir? Kubba? Skapa?
Finnst þér prumpubrandarar enn fyndnir?
Þá er þetta rétti staðurinn fyrir þig!
Kæri vinur/vinkona, vertu velkomin á Leikskólann okkar Eyrarskjól á Ísafirði! ☀️
Við leitum að jákvæðum og lífsglöðum einstakling sem til er í að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar af gleði og kærleika.
Við erum að leita að leikskólakennara eða leiðbeinanda í 100% starf. Þarf viðkomandi að getað hafið störf 14. ágúst, í síðasta lagi 1. september.
Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa áhuga á jafnrétti og lýðræði í skólastarfi.
Leikskólinn Eyrarskjól er 5 kjarna leikskóli staðsettur á Ísafirði þar sem unnið er eftir hugmyndafræði Hjallastefnunnar.
Í Eyrarskjóli er skemmtilegt starfsfólk, einstök vinnustaðamenning og jákvæður skólabragur.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að vinna að uppeldi og menntun ungra barna
- Hafa gaman í vinnunni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun
- Reynsla af vinnu með börnum
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Frumkvæði í starfi
- Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
- Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
- Starfsfólk er í fríu fæði
- Vinnustytting
Nánar um leikskólann og allar upplýsingar á heimasíðu Eyrarskjóls.
Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Einarsdóttir, leikskólastýra. Vinsamlegast sendið póst á ingibjorgei@hjalli.is.