Fara í efni

Aðalfundur Menningarráðs Vestfjarða

Fréttir

Aðalfundur Menningarráðs Vestfjarða er haldinn föstudaginn 2. september 2011, í tengslum við Fjórðungsþing Vestfirðinga. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu í Bolungarvík og hefst kl. 17:15 eða eftir að störfum Fjórðungsþings er lokið á föstudegi.

 

Samkvæmt samþykktum Menningarráðs Vestfjarða velja sveitarstjórnir á starfssvæðinu fulltrúa sína á aðalfund Menningarráðsins og fara þeir með umboð viðkomandi sveitarstjórnar í samræmi við íbúafjölda viðkomandi sveitarfélags þann 1. desember árið áður. Aðalfund situr einnig stjórn Menningarráðsins hverju sinni og menningarfulltrúi. 

Á aðalfundi skal samkvæmt samþykktum ráðsins taka fyrir eftirfarandi mál:

# Skýrsla stjórnar um starfsemi ráðsins á liðnu starfsári.

# Ársreikningur ráðsins fyrir liðið ár lagður fram ásamt athugasemdum endurskoðenda ef einhverjar eru.

# Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga. Skoðunarmenn má ekki kjósa úr hópi stjórnarmanna eða starfsmanna ráðsins.

# Ráðsstjórn leggur fram tillögur að fjárhagsáætlun næsta árs og breytingar á framlögum skv. samningi við ríkið.

# Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.

# Önnur mál.

 

Ekki hafa komið fram tillögur að breytingum á samþykktum Menningarráðsins og fulltrúar í Menningarráð voru kjörnir til tveggja ára á síðasta aðalfundi.