19. ágúst 2024
Fréttir
Antoinette Perry, Andrew J. Yang og Carl Zhang fyrir utan Hólmavíkurkirkju.
Ljósmynd: Skúli Gautason
Alþjóðlega píanóhátíðin á Vestjfjörðum hófst á sunnudag með tónleikum í Hólmavíkurkirkju. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin en að þessu sinni leika þau Andrew J. Yang, Antoinette Perry og Carl Zhang. Þau eru öll margreyndir píanóleikarar og hafa leikið á hátíðum út um allan heim. Á efnisskrá eru bæði ný og eldri verk, eftir Karen Tanaka, Johannes Brahms og Robert Schumann.
Næstu tónleikar verða í Félagsheimilinu á Patreksfirði miðvikudaginn 21. ágúst kl. 20:00.
Aðgangur er ókeypis.
Viðburðurinn er styrktur af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.