Fara í efni

Styrkúthlutun úr Frumkvæðissjóð 2020 - Öll vötn til Dýrafjarðar

Fréttir

Auglýst var eftir styrkumsóknum 29. apríl 2020 úr Frumkvæðissjóð sem verkefnisstjórn Allra vatna til Dýrafjarðar veitir úr í umboði Byggðastofnunar fyrir verkefnastyrki til nýsköpunar- og samfélagsverkefna á Þingeyri og við Dýrafjörð.

Umsóknarfrestur rann út 14. maí 2020. Til úthlutunar voru 9,37 milljónir. Alls bárust 16 umsóknir. Heildarumfang verkefna er umsóknir lúta að er um 58 milljónir. Sótt var um rúmlega 22,5 milljónir. Allt voru þetta umsóknir sem féllu vel að verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar og skilyrðum Frumkvæðissjóðs. Úthlutað var styrkjum til 12 verkefna tengdum menningu og listum, atvinnuuppbyggingu og nýsköpun. Allt eru þetta verkefni sem verkefnisstjórn telur líkleg til árangurs og að þau muni hafa jákvæð áhrif á Þingeyri og við Dýrafjörð. 

Yfirlit yfir styrkhafa sem hlutu styrk úr Frumkvæðissjóð ÖVD

Nafn umsækjenda

Nafn verkefnis

Styrkupphæð 

Berserk Films

Sumarljós og svo kemur nóttin

1.200.000 ISK

Blábankinn

Startup Westfjords'20 Nýsköpunarhraðall

   400.000 ISK

Janne Kristensen

Group Residencies

   800.000 ISK

Janne Kristensen

Website for enneagram

   200.000 ISK

Jóhanna Gunnarsdóttir 

Bakkarétt í Brekkudal í Dýrafirði - forransókn 

   170.000 ISK

Matthildur Helgadóttir

f. h. eigenda Alviðru 3                          

 

Fuglaskoðun í Alviðru – viðskipaáætlun

 

   400.000 ISK

Óttar Freyr Gíslason  

Fjallamennska í Vestfirsku ölpunum

   500.000 ISK

Simbahöllin ehf.  

Riding Courses for kids and beginners

1.250.000 ISK

Simbahöllin ehf.  

Reinventing Simbahöllin

   150.000 ISK

Tankur menningarfélag  

Tankur – stálsmíðavinna

3.200.000 ISK

Víkingar á Vestfjörðum

Víkingasvæðið 2020  

   500.000 ISK

Þórir Örn Guðmundsson 

Fegrun miðbæjar Þingeyrar

   600.000 ISK