Fara í efni

Áfangastaðurinn Vestfirðir - Norðanverðir Vestfirðir

Mánudaginn 22. maí býður Markaðsstofa Vestfjarða ferðaþjónum og öðrum áhugasömum um uppbyggingu ferðaþjónustu á norðanverðum Vestfjörðum á opinn fund. Þar verður fjallað um endurskoðun áfangastaðaáætlunar fyrir svæðið, kynning á verkfærakistu Vestfjarðaleiðarinnar og almennt spjall.
 
Fundurinn verður haldinn á Holt-Inn í Önundarfirði frá kl. 17-19 og verða léttar veitingar í boði.
 

Dagskrá:

  • Endurskoðun á aðgerðaáætlun áfangastaðaáætlunar fyrir svæðið, en núgildandi áætlun má finna hér
  • Kynning á verkfærakistu Vestfjarðaleiðarinnar
  • Almennt spjall um uppbyggingu ferðaþjónustu með sérstaka áherslu á Vestfjarðaleiðina og áfangastaði