6. apríl kl. 13:00
Bókasafnið í Bolungarvík
Sögu- og listasmiðja í Bókasafninu í Bolungarvík þar sem þátttakendur fá innblástur úr gömlum sögnum til að skapa sína eigin furðuveru.
Bókaverðir segja frá furðuverum sem sést hafa í nágrenni Bolungarvíkur og ef aðstæður leyfa verður farið á fundarstað einnar slíkrar.
Listamaðurinn Þorgils Óttarr Erlingsson, furðuverusmiður með meiru, aðstoðar þátttakendur við sköpun veranna.
Smiðjan verður þrískipt 1-2 tímar í senn og verður sem hér segir:
1. og 4. apríl kl. 18:15
6. apríl kl. 13:00
Athugið að furðuveru-gerðin getur verið krefjandi fyrir krakka úr yngstu bekkjum grunnskólans, því er mælst til að þeir komi með aðstoðarmann.