Fara í efni

Jarðgöng á Vestfjörðum - opin kynning

Vestfjarðastofa fyrir hönd Fjórðungssambands Vestfirðinga boðar til opins kynningarfundar á Jarðgangnaáætlun Vestfjarða og samfélagsgreiningu vegna jarðgangna á Vestfjörðum. Fundurinn verður í fjarfundi fimmtudaginn 27. janúar kl. 15:00 – 16:00.

Til fundarins er sérstaklega boðið sveitarstjórnarmönnum á Vestfjörðum, öllum þingmönnum auk þess sem kynningin er öllum opin og verður tekin upp og sett á vef Vestfjarðastofu að fundi loknum.

Vinsamlega athugið að nauðsynlegt er að fara inn á tengilinn hér og skrá sig á fundinn:
https://teams.microsoft.com/registration/ZjD03N-TdkuM3fG79oiqFg,4F0lNR7YlkiVFqE9STiXMg,RT8SevsgTkSMSGDklaYjQA,APw5vTo4U0G-CVWlUh0jdw,IWlqIf40AEWvYDYOxqV8Dg,_LAsSNfmAU6yc0GMKvrKHQ?mode=read&tenantId=dcf43066-93df-4b76-8cdd-f1bbf688aa16

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

Opnun fundar - Jóhanna Ösp Einarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga og Vestfjarðastofu

Jarðgangnaáætlun Vestfjarða - Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri byggðamála hjá Vestfjarðastofu

Jarðgöng á Vestfjörðum – Samfélagsgreining - Sævar Kristinsson, KPMG

Iða Marsibil Jónsdóttir, formaður innviðanefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga afhendir innviðaráðherra og formanni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis skýrslurnar.

Ávörp:
15:40 – 15:50 Sigurður Ingi Jóhannesson, innviðaráðherra
15:50 – 16:00 Vilhjálmur Árnason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis

Nánari upplýsingar veita:

  • Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri byggðamála hjá Vestfjarðastofu
    Sími: 450-6601 – adalsteinn@vestfirdir.is
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu
    Sími: 450-6613 - sirry@vestfirdir.is