Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi fimmtudaginn 18. janúar kl. 09:00-10:15. Fjallað verður um rekstur og þjónustu í jarðgöngum á Íslandi og hvernig er staðið að vöktun þeirra. Einnig verður farið yfir hvernig brugðist er við þegar eldur kviknar í bíl í jarðgöngum en slíkt atvik átti sér stað í Hvalfjarðargöngum síðla árs 2023.
Dagskrá fundarins:
Opnun fundar. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.
Hvað gerist þegar eldur kviknar í bíl? Valgarður Guðmundsson, sérfræðingur á Suðursvæði Vegagerðarinnar.
Búnaður í jarðgöngum og umfang rekstrar. Hávarður Finnbogason, sérfræðingur á tækjabúnaðardeild, og Steinþór Björnsson, verkefnastjóri jarðganga í vegaþjónustudeild.
Vöktun í jarðgöngum. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs.
Fundarstjóri: G. Pétur Matthíasson
- Morgunfundurinn verður haldinn í húsnæði Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ.
- Opið er á meðan húsrúm leyfir. Það verður heitt á könnunni.
- Hægt verður að senda inn fyrirspurnir í gegnum vefsíðuna; Slido.com. Lykilorðið er „jardgong“.
- Fundinum verður streymt á eftirfarandi slóð: https://youtube.com/live/A9BhgK5skMM?feature=share