14. nóvember kl. 16:00-20:00
Viðburðir
Fimmtudaginn 14. nóvember verður stendur Markaðsstofa Vestfjarða fyrir lokahófi ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum, þar sem fagnað er að annasamasti tími ársins sé yfirstaðinn. Hófið er ætlað aðilum að Markaðsstofu Vestfjarða – sem eru fjölmargir ferðaþjónar á svæðinu og verður það haldið í Bryggjusal Edinborgarhússins frá klukkan 16:00-20:00.
Dagskráin felur í sér eftirfarandi erindi:
Sala og markaðssetning
Vetrarferðaþjónusta
Hvalaskoðun og gæði
Að því loknu verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.
Skráning á viðburðinn er hér.
Ef þig langar að gerast aðili að Markaðsstofunni þá má finna upplýsingar um aðild hér og skráningarform er hér.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Markaðsstofa Vestfjarða