Fara í efni

Öruggari Vestfirðir

Þann 7. maí næstkomandi frá kl.10-15 verður annar samráðsfundur um „Öruggari Vestfirði“ haldin í Sauðfjársetrinu á Hólmavík.
Viðburðurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu. Óskað er eftir að þátttakendur skrái sig og er skráningarfrestur til og með 23. apríl nk.
 
 
Öruggari Vestfirðir er svæðisbundinn samráðsvettvangur þar sem unnið er með markvissum hætti að auknu öryggi íbúa með fræðslu um ofbeldi og skaðsemi þess auk varna gegn afbrotum á Vestfjörðum. Á samráðsfundum koma allir helstu hagaðilar á Vestfjörðum að undirbúningi eða samtali með einum eða öðrum hætti.
Á samráðsfundinum verður sérstök áhersla á forvarnir meðal barna og ungmenna. Því eru öll þau sem vinna með málefni barna og fjölskyldna sérstaklega velkomin á fundinn.
 
Um Öruggari Vestfirði:
Lögreglustjórinn á Vestfjörðum, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Ísafjarðarbær, Bolungarvík og Súðavíkurhreppur, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Menntaskólinn á Ísafirði, Framhaldsskóladeild Fjölbrautaskóla Snæfellinga (FSN) og Vestfjarðarstofa standa sameiginlega að Öruggari Vestfjörðum.