Fara í efni

Samfélagsfrumkvöðlar

Samfélagsfrumkvöðlar athugið! Sameiginleg fundaröð MERSE

MERSE er NPA verkefni sem Vestfjarðastofa er þátttakandi í og snýr það að samfélagslegri nýsköpun í dreifðum byggðum.

Vestfjarðastofa í samvinnu við Galdrasýninguna, Skriðu og Netagerðina standa fyrir samkomum á öllum þremur svæðum Vestfjarða sem hér segir:

  • Hólmavík – Galdrasýning - mánudaginn 12. maí
  • Patreksfjörður – Skriða - þriðjudaginn 13. maí
  • Ísafjörður – Netagerðin - miðvikudaginn 14. Maí

Allar samkomurnar byrja kl. 16:30 og lýkur þeim kl.18:30

Dagskráin samanstendur af fræðslu um samfélagslega nýsköpun og MERSE-verkefnið. Jafnframt því sem Anna Björg á Galdrasýningunni, Birta í Skriðu og Heiða í Netagerðinni leiða skemmtilega vinnu með samfélagsfrumkvöðlum og öðrum gestum.

Kaffiveitingar

Öll velkomin – en þau sem fást við samfélaglega nýsköpun eru sérstaklega hvött til að mæta.

Vinsamlegast skráið þátttöku á meðfylgjandi formi

Skráning á fundinn