1.- 2. apríl
Strandir og Reykhólar
Púkinn býður nemendum á miðstigi grunnskóla á Vestfjörðum í öfluga og skapandi leiklistarsmiðju með Birgittu Birgisdóttur, þar sem unnið verður eftir aðferðum Theatre of the Opressed. Í smiðjunni fá nemendur að kanna eigin rödd, tjá sig í gegnum leiklist og takast á við raunveruleg viðfangsefni á kraftmikinn og skapandi hátt. Aðferðafræðin stuðlar að valdeflingu, samkennd og lausnaleit í gegnum leik og samtali.