Fara í efni

Tröllin allt í kringum okkur

Tröllin allt í kringum okkur

Á Vestfjörðum höfum við náttúruna allt í kringum okkur. Þar er að finna endalausar uppsprettur þjóðsagna og ævintýra, þar á meðal stóra steina sem margir hverjir eru sennilega steingerð tröll.

Á bókasafninu á Patreksfirði verða skoðaðar þjóðsögur af svæðinu sem tengjast tröllum, og búinn til hellir í laginu eins og steingert höfuð af tröllskessu. Tilgangurinn er að fá börn til að nota ímyndunaraflið og sjá náttúruna sem þá sviðsmynd þjóðsagna og ævintýra sem hún getur verið.

Hellirinn verður opinn, og sagðar tröllasögur, 10. og 11.apríl kl.14:00-18:00.