1. nóvember
Viðburðir
Styrkur til að semja tónlist, taka hana upp, gefa út og kynna.
Styrkir til hvers kyns frumsköpunar á tónlist, útgáfu og tengdrar markaðssetningar. Hljóðritun, útgáfa, tónsmíðar og lagasmíðar heyra hér undir. Markmið styrkjanna er að stuðla að fagmennsku, nýliðun og fjölbreytni í tónlist og þar með efla tónlistarlíf hér á landi.
Styrkur til tónleikahalds og tónleikaferða innanlands.
Styrkir til tónleikahalds innanlands og tengdrar markaðssetningar. Styrkirnir eru veittir beint til tónlistarfólks eða umbjóðenda þess. Markmið stykjanna er að stuðla að nýliðun og fjölbreytni í tónlist og þar með efla tónlistarlíf hér á landi.
Styrkur vegna tónlistarverkefna, svo sem tónlistarhátíða, tónleikastaða, viðskiptahugmynda í tónlist og sprotaverkefna.
Styrkir eru veittir til verkefna sem teljast mikilvæg fyrir þróun og uppbyggingu íslensks tónlistarlífs. Markmið styrkjanna er að byggja upp starfsumhverfi tónlistarfólks, efla tónlistariðnað á Íslandi og styrkja nýliðun og fjölbreytni í tónlist. Áhersla er lögð á fyrirtæki sem þjónusta og vinna með tónlistarfólki. Sérstaklega er litið til þess að öll áætlanagerð sé vönduð.
Frekari upplýsingar um sjóðinn er að finna hér