Fara í efni

Ung-RIFF stuttmyndasýning

Kvikmyndasmiðja UngRIFF fyrir unglingastig grunnskólanna á Þingeyri, Suðureyri og Flateyri var haldið dagana 10.-12. mars og fyrir unglingana á Reykhólum í lok síðasta árs. Í smiðjunni lærðu þau grundvallarundirstöður í kvikmyndagerð: handritagerð, leikstjórn, myndatöku og klippingu.

Leiðbeinandi smiðjanna er Erlingur Óttar Thoroddsen, handritshöfundur og leikstjóri. Erlingur lauk MFA námi í kvikmyndaleikstjórn við Columbia University árið 2013 þar sem hann gegndi einnig hlutverki aðstoðarstjórnanda kvikmyndahátíðar háskólans.

Erlingur skrifaði og leikstýrði spennutryllinum KULDA sem byggir á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. Myndin var frumsýnd september 2023 og fór beint á topp íslenska aðsóknarlistans. Erlingur skrifaði einnig og leikstýrði kvikmyndinni THE PIPER sem var frumsýnd fyrr á þessu ári.

Afrakstur RIFF-smiðjanna verður sýndur á Púkanum á Reykhólum 10.apríl kl.18:00