Fara í efni

Vettvangur - Frumkvöðla- og ferðaþjónakaffi á Vestfjarðastofu

Við hjá Vestfjarðastofu höfum mikla trú á töfrunum sem felast í óformlegu spjalli og einnig á jafningjafræðslu þar sem fólk sem deilir svipaðri reynslu sækir í þekkingarbrunn hvers annars. Þess vegna höfum við ákveðið að vera með morgunkaffi, undir yfirskriftinni Vettvangur, einu sinni í mánuði. Þar geta frumkvöðlar og ferðaþjónar komið saman til skrafs og ráðagerða á Vestfjarðastofu sem staðsett er á jarðhæð Vestrahússins á Ísafirði. Þetta er sérstaklega tækifæri fyrir einyrkja í bransanum að eiga þess kost að deila reynslu sinni, áskorunum og væntingum með öðrum í svipuðum sporum.

Það sem við hjá Vestfjarðastofu viljum líka gera með þessu er að leggja við hlustir. Ef við sjáum og finnum að verið er að kalla eftir tilteknum upplýsingum, þjónustu og öðru er einnig hægt að nýta vettvanginn til að bregðast við því. Verið því hjartanlega velkomin á Vettvang þriðjudaginn 21. janúar kl.10.

Með helstu verkefna Vestfjarðastofu, og innan hennar Markaðsstofu Vestfjarða, er að vera til staðar fyrir vestfirska frumkvöðla og ferðaþjóna. Ráðgjafar leggja sig fram um að þjónusta með ráðum og dáð, hvort heldur sem er í ráðgjöf við einstaklinga og fyrirtæki, upplýsingagjöf með ólíkum miðlunarleiðum eða ýmiskonar viðburðum bæði í mannheimum sem og á netinu.