Útgáfa: Kolefnisjöfnun á Vestfjörðum
Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa nú í nokkurn tíma undirbúið gerð loftslagsstefnu sem mun setja markmið og aðgerðaáætlun um orkuskipti og samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. En í lögum um lofslagsmál er einnig gerð krafa um að gerð sé áætlun um kolefnisjöfnun, þ.e að sú losun sem ekki tekst að eyða verði kolefnisjöfnuð. Hjá Vestfjarðastofu var ákveðið með tilliti til þessa að taka saman skýrslu um málið sem nú er komin út. Verkefnið fékk styrk frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti til kaupa á ráðgjöf við skýrslugerðina sem fengin var hjá Verkís, en verkið var að mestu unnið af Vestfjarðastofu.
20. desember 2024