Vestfirðir kynntir á Icelandair Mid Atlantic
Dagana 30.-31. janúar var ferðakaupstefna Icelandair Mid Atlantic haldin í 30. sinn. Viðburðinn sóttu um 700 alþjóðlegir kaupendur og seljendur, flestir seljendur komu frá Íslandi, en einnig voru margir frá Færeyjum, Grænlandi og Bandaríkjunum. Kaupendurnir komu víðar að helst úr Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum, en þó voru einhverjir sem komu lengra að, sumir alla leið frá Indlandi.
04. febrúar 2025