,,Heldurðu þræði?” - Nýsköpunarnámskeið fyrir frumkvöðla í textíl vorið 2023
Háskóli Íslands í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands býður upp á nýsköpunarnámskeið sem tengist textílvinnslu. Námskeiðið nefnist „Heldurðu þræði?“ og hefst 7. febrúar - með kynningarfundi. Námskeiðið er hugsað fyrir þau sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin rekstur með áherslu á textíl eða eru í atvinnurekstri og vilja auka rekstrarþekkingu sína. Námskeiðið er haldið í tengslum við evrópska rannsókna- og þróunarverkefnið CENTRINNO sem námsbraut í kynjafræði við Háskóla Íslands og Textílmiðstöð Íslands taka þátt í. Námskeiðið er endurgjaldslaust.
01. febrúar 2023