Nordic Kelp á Patreksfirði - ræktar stórþörunga
Mikil vakning hefur orðið í þörungarækt í Evrópu síðastliðna áratugi og hefur fjölgað mjög í hópi þeirra sem hafa hafið ræktun á þörungum.
Á Patreksfirði hefur fyrirtækið Nordic Kelp, sem er í eigu Odds Rúnarssonr og Víkings Ólafssonar, tekið þátt í NORA rannsóknarverkefni sem gengur út á að finna hentugar staðsetningar, staðla búnað til ræktunar stórþörunga á Íslandi, Grænlandi og í Noregi og miðla þekkingu milli landanna. Markmið verkefnisins er að nota sama búnað og sömu aðferðir í löndunum þremur til að geta metið mismuninn á ræktunarsvæðunum.
15. nóvember 2021