Sendinefnd um fiskeldi í Færeyjum
Í byrjun apríl fór 37 manna viðskiptasendinefnd frá Íslandi til Færeyja að kynna sér fiskeldi og allt því tengdu, þar á meðal Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Það var einstaklega vel tekið á móti sendinefndinni og naut hún mikillar gestrisni Færeyinga. Sendinefndin fékk fyrirlestra frá helstu vísindamönnum Færeyja í fiskeldi, heimsótti fiskeldisfyrirtæki, fóðurframleiðanda, fjölda iðnfyrirtækja sem þjónusta fiskeldið og sveitarfélög. Það sem vakti sérstaka athygli var gróskan og krafturinn í öllum greinum og samstaðan.
03. maí 2022